Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1913, Page 1

Ægir - 01.08.1913, Page 1
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 6. árg. Reykjavik. Ágúst 1913. Nr. 8. Aldursrannsóknir á síld. (Ór flskirannsóknarskýrslu Bjarna Sæmundssonar). Yið aldursákvörðun á síld er farið að eins og þegar um lax er að ræða: aldurinn má best sjá á h r e i s t r i n u, og það er öllu auðveldara að sjá aldurinn á síldarhreistrinu en hinu, þvi að vetrarlínurnar eru mjög mjó- ar og stinga oftast vel í stúf við sumarbelt- in, því að þau eru mjög breið, að minsta kosti fyrstu 4—5 árin, en svo fara þau að mjókka, og úr því síldin er orðin meira en 10 vetra, fer að verða lítill munur á breidd vetrarlínanna og sumarbeltanna, og verra að lesa úr þeim. Hreistur af 10 vetra gamalli síld. Neðri hluti hreistursins stendur út úr roðinu. Þegar ákveða skal aldur fiska á þennan hátt, með sæmilegri nákvæmni, upp á ár eða enn nákvæmara, þá er nauðsynlegt að vita, hvenær á árinu hjer um fiskurinn er gotinn (klakinn út), og hvenær hann fer að fá hreistur. Það er vanalegast um síld (eins og um lax og fleiri flska), að hún er gotin að vorinu, vorgotin, hjer við land víst að- allega í apríi. í júlílok er hún orðin 5—6 cm. löng og farin að fá hreistur, sem getur orðið c. 2,5—3,5 mm. í þvermál á 1. sumri. Tala vettarlínannna sýnir þá, hve margra vetra þess konar síld er. Sumt af síldinni hjer er þó gotið í júlí—ágúst, s u m ar g o t i n, eins og jeg hefi skýrt frá áður, og fær varla hreistur fyr en á næsta vori, þegar vöxtur- inn örfast aftur, eftir vetrarhvíldina. Hefur hreistrið þá langan tíma til að vaxa þangað til fyrsta vetrarlínan myndast, og verður því miklu stærri reiturinn fyrir innan 1. vetrar- línu en á vorgotinni síld, 3,5—5 mm. í þver- mál, en vetrarlínurnar verða eðlilega einni færri en veturnir, sem síldin hefur lifað. Vetrarlínurnar á síldarhreistrinu, eru oft svo glöggar, að þær má sjá, ef hreisturblað er hreinsað vel (gljáhimnan tekin af því), lagt á glerplötu og svo skoðað upp í móti birtu með stækkunargleri, er stækkar 5—6 sinnum. Norðmaðurinn Einar Lea, sem mest hefir rannsakað síldarhreistrið, reiknar út, af breidd- inni á sumarbeltunum, hve stór síldin heflr verið í lok hvers sumars, því að hann gerir ráð fyrir, að hreistrið vaxi í sama hlutfalli og fiskurinn allur. Þarf þá ekki annað en mæla breidd beltanna og margfalda með þeirri tölu, sem sýnir hlutfallið milli lengdar hreistur- blaðsins frá vaxtarmiðju að röndinni, og lengd- ar síldarinnar allrar. Auk þess má þekkja sama árgang af síld, hvar sem hann veiðist á takmörkuðu svæði, t. d. við Noreg, ef eitt- hvert sumarbeliið er framúrskarandi breitt

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.