Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 1

Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 1
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 8. árg. Reykjavik. Mars 1915. Nr Skólaskip. Fyrri kafli. Ekkert er það verk, að eigi sje betur, eða fljótar, unnið, et sá er verkið vinuur er því vanur og hefir fengið æfingu við það. »Vaninn eykur listina«, og það verður hverjum að list, sem hann leikur. Felta á við um hvert verk sem er, hvort sem það er andlegt eða likamlegt, en mjög er það misjafnt, að hve miklu meini það getur orðið ef æfingu eða leikni skortir. Það er að visu skaði fj’rir verkkaupanda ef t. d. sláttumaður er litt æfður eða leysir verk sitt illa af hendi á einhvern hátt, en hætta stafar sjaldnast af þvi. Sama má segja um ljelegan ræðara, að hann seinkar förinni og bakar þeim sem með honum vinna, óþarfa erfiðis- auka, en naumast verður að þvi meiri óþurft. Öðru máli gegnir er verkið er þannig vaxið, að líf eða dauði er undir því komið livort það er framkvæmt skjólt og misgripalaust eða ekki, en svo er oft á sjó, og því er sjómönnum yfirleitt meiri þörf æfingar, en þeim mönnum, er aðra atvinnu stunda, sem minni hætta er samfara. Þótt svo aumlega tækist til, að á eitt heimili veldist svo samvaldir klaufar, að enginn gæti sett tind í hrifu eða bakkað ljá, þá mundi aldrei af því leiða verra . 3. en tímamissi og vinnutjón. Þá mætti senda á næsta bæ og fá þetta gert þar. En kærni slíkt fyrir á skipi úti á hafi, að enginn, sem innanborðs vær:, gæti gert að þvi, sem aflaga færi, þá gæti það varðað lif allra á skipinu. Það má nú segja, að slíkt geti ekki komið fyrir á islenskum skipum, að minsta kosli mundi formaðurinn geta gert verkið, þótt enginn hásetanna gæti það. En það er hægra að segja þetla en sanna. Hjer á landi tiðkast það, þvi miður, að unglingar, um eða innan við tvítugsaldur, ern ráðnir formenn á róðra- báta og vjelabáta. Þessir drengir hafa sjaldnast nokkra verulega verklega þekk- ingu eða æfingu og þótt þeir hefðu hana, þá gæti svo staðið á. að þeir væri veikir eða jafnvel svæfi, því oft þarf að ráða fram úr vanda á sjó skjótar en svo, að timi sje til að vekja þá, sem sofa. Það getur ekki heitið, að því skipi sje vel borgið, sem ekki hefir, að minsta kosti 1—2 menn á hverri skipsvöku, auk yfirmanna, sem geti gert hvert það verk, er fyrir getur komið á skipi. En það er þýðingarlaust að krefjast þessa nema jafnframt sje gerðar ráðstaf- anir til, að menn geti átt kost á að læra það, sem þeim er nauðsynlegt. Eins og nú stendur er pað, fyrir allan fjölda sjómanna vorra, rjett ómögulegt. Á smáskipum er enginn, sem getur leið- beint i þessu efni. Á stærri seglskipun- um komast svo fáir að og auk er tím-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.