Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 4

Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 4
36 ÆGIR Hvaða œál á eð tala á skölaskipinu? Hr. Matthías Ólafsson skrifar í þessu tbl »Ægis« um skólaskip og er það vel athugað. Á slíku skipi má læra margt sjeu yfirmennirnir færir og láti sjer ant um þá, sem þeim er trúað fyrir að kenna, en slik útgerð er dýr sje hún fullkomin, en með reglubundnum ferðum mundu peningar koma í sjóð, en aldrei með snattferðum, enda er meira gagn að einni langri ferð, en tiu smátúrum, þar sem svo oft verður að slíta þeirri vinnu, sem eitthvað er græðandi á og verður að framfara á sjónum. Hefur ísland nokkr- um mönnum á að skipa, sem gætu tekið yflrstjórn á slíku skipi að sjer. Sá mað- ur sem þar verður skipstjóri eða stýri- maður verður að kunna, ekki nóg að þykjast kunna, — en hvaða mál á að tala á þessu skipi? þeim, sem skrifa og taia um hið hroðalega mál, sem sjó- menn hjer nota á skipum, mun ekki þykja sú tilhugsun góð að á islensku skólaskipi heyrist annar eins viðbjóður. Eins og annað hjer verður alt að vera hreint, hreinir íslendingar og hrein is- lenska. Til eru islensk orð, þvi að í islenskri orðabók standa þan, sem mætti seta sam- an og nota sem skipunarorð á brigg- skipi, sem er sú tegund skipa, sem hr. M. Ó. stingur upp á að skólaskipið sje. Vil jeg leyfa mjer að sýna mönnum hvernig þær samsetningar líta út á papp- irnum og geta þeir þá máske skilið hve óhandbærar þessar samsetningar og orð eru þegar á að nota þau til að segja íyrir á skipsQöl. Jeg ætla hjer að eins að benda á nokkr- ar samsetningar á stórmastri á brigg- skipi og læt dönsku heitanna getiðum leið. Stormast = meginsigla, Storemærs = meginsiglupallur, Storemærsslang = meg- inpallstöng. Storebramsaling = megin- hásiglureiðaslá, Storebramstang = meg- inhásiglustúfnr, Store Royal eða Boven- bramstang= meginhúnstöng. Storebram- bardun = meginhásiglustúfshöfuðbenda. Tunga þeirra væri liðug, sem gætu greini- lega skipað þessa setningu fvrir: Takiu tusku og vefðu um meginhásigluslúfshöf- uðbenduna þar sem hún liggur i raufinni á meginhásiglustúfsreiðarslánnh, og ekki nóg hjer með, þetta verður hásetinn sem skipunina fær að endurtaka. Nú komu rárnar: Storraa = meginrá, Storemerseraa = meginpallseglsrá, (eru þær 2 efri og neðri). Storebramraa = meginhásiglurá, Store- royalraa=meginhúnrá,Storemærseraatop- lente = meginpallseglsráslillir megin- pallseglsstjórnborðsrástillir, (nú fer að þýngjast piltar). Storebramstyrbordsloplente = megin- hásiglurársljórnborðsrástillir, Storeover- mærsestyrbordsbras = efrimeginpallsegls- rárstjórnborðsaktaumur. (40 bókslafir, mjög handhægt orð.) Það er langt orð á dönsku Storebrambrasstyrbordsblok- skive, en það heitir lika á íslensku meg- in hásigl urársst j órn borðsak ta u m sskeglu- hjól. Þannig má halda áfram, en þelta er að eins sýnishornið og ekki styttist ef áfram er haldið en jeg vil ekki þreyta lesendur »Ægis« með þvi. Fyrst á að skipa öll þessi ósköp og hásetar siðan að endurtaka það alt. Hvcrt þetta sje rjett veit jeg ekki, en jeg fer að, eins og aðrir, þegar mig vantar orð, þá slæ jeg upp í orðabók, þessi hefi jeg fundið i dönsku orðabókinni hans sira Jónasar, en samsetningar eru eftir mig í samræmi við það, sem aðrar þjóðir seta saman orðin og hafa sett. — Finnist mönnum svona mál vel til fallið á skólaskipinu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.