Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 6
38
ÆGIR
væru börkuð, þá borgar það sig að þvi
leili að almenningur getur síður kent van-
hirðu á seglum um það, að bátar með á-
höln hverfa af fiskimiðum. Sagt er að
Samábyrgðin hafi orðið að borga leitina,
en ekki er það l'ullyrt bjer, en væri svo,
þá munu þau útgjöld varla minni, en
sæmilegt árskaup umsjónarmans ábyrgð-
aríjelaga bjer. Þetla er ein bending um
að slíkur maður sje nauðsynlegur og þær
munu verða fieiri.
Nokkrum dögum eftir að alvik þetta
kom fyrir strandaði bátur þessi hinn
sami á Bæjarskeri á Miðnesi, og er að
sögn alveg úr sögunni, þvi hann mun
mölbrolinn. Hann var vátrygður hjá
Samábyrgð íslands fyrir 6000 kr.
Um annan bát hefir verið ritað bjer i
blöðunum sem ávalt lak og voru menn
i efa hvaðan leki sá stafaði. Að lokum
kom það i ljós, að súðin var brunnin
undir mótornum, og það svo, að sjór
komst þar i gegn. Þau fara að verða
ofmörg dæmin, sem lýsa vöntun á eftir-
liti, til þess að þetta verði lengi látið
ganga eins og nú er, því þólt ekki væri
horft i peninga þá, sem ábyrgðarfjelög
verða að greiða fyrir hirðingarleysið, þá
ælti þó sú mannúð að vera hjer ríkjandi,
að knúa ekki fátækt fólk, sem enga úr-
kostí aðra á til lifsins viðurhalds, til að
fara út á þessar fleytur, og minka hræðslu
og' angist aðstandenda, konu og barna,
sem eiga alt silt undir þvi, hvort þessir
bátar íljóti að landi þegar róið er. —
Það eift ætti að vera nóg til að fram-
kva^ma eítthvað i þá átt, að bátar er
stunda róðra og aðrar sjóferðír, væru at-
bugaðir betur en nú á sjer stað. —
Hiröum alt, sem verðmætt er.
Hverju mundu útgjörðarmenn botn-
vörpuskipa svara ef fátækur maður, sem
hvergi fengi vinnu vegna þess að hann
er einn af þeim ofmörgu sem vilja vinna,
en vinnu er ekki að fá, kæmi til þeirra og
spyrði: »Má jeg ekki fara einn túr með
skipi yðar, hafa með mjer fáeinar tunn-
ur eða kassa, eða þjer leyfið mjer að
nota eitthvað rúm i skipinu, sem engum
væri til baga og hirða það, sem kallnð
er rusl, salta það niður og reyna að
gjöra mjer úr þessu peninga þegar jeg
kem i land. Jeg skal i staðinn bjálpa
til á skipinu eftir því sem jeg get«. Vjer
teljum vist, að skipaeigendur mundu
svara öllu góðu til, að sá sem leifið fengi
hefði gott af þvi, og að augu manna
opnuðust litið eitt fyrir þvi, hvílíku verð-
mæti er fleygt i sjóinn. Ein tunna af
bútung er margra peninga virði. Hverju
er ekki fleygt í sjóinn af lifur á þilskip-
unum, og hvcrju hefir ekki verið ileygt.
Þegar lifrínni er flej'gt, þá er það hið
sama og að fleygja beinhörðum pening-
um. Á þilskipunum er það viðkvæði að
ekkert rúm sje fyrir tunnur á þilfarinu.
Er ógjörningur að hafa föst ílát fyrir
lifrina einhversstaðar i skipinu, sem þann-
ig væri lniið um, að lifrin gæti runnið í
þau frá þilfarinu, jafnóðum og gert er
að. Allir kvarta um peningaleysi og um
það, hve alt er nú dýrt, en þó hafa menn
ráð til að fleygja verðmætri vöru og mat
i sjóinn sem enginn hugsar um hve mik-
ið er, en væri hægt að reikna það út og
sýna þá upphæð með tölum mundi
mönnum blöskra. Um daginn voru tal-
in upp i einu blaði bæjarins nöfn á ýms-
um nýjum fjelögum hjer; væri það fjarri
vegi að eitt nýtt fjelag bættist við, er