Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 3
ÆGIR
35
verða teknir fram yfir þá, er eklci hefði
verið þar eða eigi getað áunnið sjer
meðmæli skipsljórnarinnar. Skipið tæki
ákveðna tölu ungra manna um hvert
timahil. Væri lala nemendanna eigi
undir 20 og námstiminn eigi þvi lengri,
mundi eigi líða á löngu þar til ílest skip
ælti kost á skipstjórum, er notið heí'ði
leiðbeiningar á skipinu.
Það er undir þvi komið hvort skipinu
yrði haldið úti alt árið eða að eins
nokkurn hluta þess, hvort hægt væri að
hafa íleiri en eitt námskeið á ári. Heppi-
legast teldi jeg að því yrði haldið úti alt
árið og árinu skift i tvö námskeið t. d.
trá 1. jan. til 30. júní og 1. júlí til 31.
des.
Hvað á að kenna á slíku skipi?
í stuttu máli alt það, er þeim manni,
er vera á skipstjóri á íiskiskipi er nauð-
syn að kunna.
Skal jeg nú í fám orðum geta hins
helsta, er jeg tel mesta nauðsyn á.
Um fram alt þurfa þeir, er takast eiga
á hendur skipstjórn, að venjast stundvísi,
reglusemi og hirðusemi með öll áhöld
og alt það er skipinu tilheyrir. Staður
fyrir hvern hlut og hver hlutur á sinum
stað er regla, sem hvervetna má að gagni
verða, en hvergi er sú regla nauðsynlegri
en á sjó, þvi ol't þarf í snatri að halda
á áhöldunum og er þá óhæfa að eigi
megi leita þeirra á ákveðnum stað.
Þá er hlýðnin ein af sldlyrðunum fyr-
ir þvi að skipsljórnin fari vel úr hendi,
en sá einn gelur vanið hásela sína á að
hlýða sjer, sem sjálfur hefir lært að ldýða.
Hirðing og þrif á skipinu er nauðsyn-
legt að venja skipstjóraefnin við og það
því fremur, sem oss er talsvert áfált í
þvi efni. Auk þess, sem vel hirt skip
litur betur út, endist það og miklu lengur.
Þá eru það hin ýmsu verk, sem fyrir
geta komið á sjó, og sem nauðsynlegt
er að skipstjóraefni hafi nokkra æfingu
i. Má þar til telja ýmsa hnúta, sem sjó-
menn þurfa að kunna, samsetning
strengja, seglasaumur o. þ. u. 1.
Þá er og æfing i heflun og svipting
segla i stórviðri og leiðbeining um hver
segl nota skuli á reki, eftir því hver teg-
und skipa er í það eða það skil'tið.
Þá ætti og að leiðbeina skipstjóraefn-
um í því, að setja út báta i vondu veðri
á hafi úti, þvi komið getur það fyrir að
til þess þurfi að taka, og er þá betra að
skipsljórinn kunni á því, sem öðru, hin
rjettu tök.
í stuttu máli, hefi jeg hugsað mjer, að
þegar nemendur skólaskipsins hefðu feng-
ið nokkra æfingu, i sem flestum verk-
um, þá yrðu þeir til skiftis látnir hafa
stjórn skólaskipsins á höndum, undir
yfirumsjón yfirmanna skipsins.
Gætu þá skipstjórnarmenn skapað sjer
hin ýmsu tilfelli, er komið geta fyrir á
sjó, og sjeð, livernig nemendurnir rjeðu
fram úr þeim.
Leiðbeiningu um hirðingu og meðferð
bifvjelarinnar yrðu nemendur einnig að
fá, eigi hvað sist þess vegna, að meiri
hluti þeirra gæti búist við að verða skip-
stjórar á vjelabátum.
Þá ælti og að leiðbeina nemendunum
í björgun, bæði á rúmsjó og við land.
Róðraræfingar ætli og að hafa, þegar
því yrði við komið.
í siðari hluta þessarar greinar, mun
jeg athuga hvort oss sje kleift að koma
slíku skipi upp, hve mikið það mundi
kosta, hvemikil hin árlegu útgjöld mundu
verða og hvert annað gagn vjer mund-
um geta haft af skipinu en það, er bent
er á hjer að framan.
M. Ó.