Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 2

Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 2
34 ÆGIR anum þar varið til annars en leiðbein- inga og svo geta liðið margar vertiðir, að eigi komi nándanærri alt það fyrir, er sjómaðurinn þarf nauðsynlega að læra. Á botnvörpuskipunum er bókstaflega ekkert hægt að læra nema það eitt, er lýtur að botnvörpuveiðum. Þá er það ráðið eftir, að fara utan og vera lengri eða skemri tíma í förum með erlendum þjóðum. Þetta er að vísu einhlýtt ráð, en skaði myndi það íslensku þjóðfjelagi, þvi allmargir myndu ílengjast ytra og enn fleiri vinna meiri hluta manndóms- áranna hjá öðrum þjóðum, og vér meg- um eigi við því, að lána öðrum þjóðum besta vinnuafl vort. Því ráði verður þvi að hafna og kem jeg þá að því, sem var ástæðan til þess, að eg skrifa þessar línur. Vjer þurfum sjálfir að koma oss upp skólaskipi. Jeg á ekki heiðurinn af þvi, að hafa fyrstur vakið máls á því, að vjer þyrft- um skólaskips með. Það var Markús sál. Bjarnason stýrimannaskólasljóri, sem fyrstur vakti máls á því. Siðan hafa ýmsir menn haft það í buga en eigi getið þess opinberlega, svo að mjer sje kunn- ugt. Jeg þykist þess viss, að ef honum hefði enst aldur til, mundi hann hafa fengið því framgegnt. Hann var álniga- maður um alt það, er að íslenskri sjó- mensku laut, og kappsamur að sama skapi. Jeg átti nokkrum sinnum tal við hann um þetta efni og var mjer kunnugt um, hvernig hann hafði hugsað sjer skipið og kenslufyrirkomulagið á þvi. Þá voru seglskipin sem óðast að komast upp og menn dreymdi ekki einu sinni um það, að íslendingar mundu eignast sjálfir eim- skip í næstu framtíð og [enn þá siður um þá miklu breytingn, vjelabátaútveg- urinn hefir orsakað. Markús sál. hugsaði sjer því slíkt skip eingöngu seglskip, helst briggskip. Nú er sú breyting orðin á sjávarútvegi vorum, að eigi getur komið til mála að nota seglskip eingöngu. Skipið verður að hafa bæði segl og hrevfivjel. Helst ætti það að verá í líkingu við rannsókna- skip það er Amerikumenn komu bjer á í sumar. Hver á að byggja slíkt skip og standa straum af kostnaði þeim, sem útgerð þess leiðir af sjer? Það á landssjóður að sjálfsögðu að gera. Bygging sliks skips og starfsemi þess á að verða einn sterkasti þátturinn í ráð- stöfunum þeim, sem hið allra bráðasta þarf að gera til að draga úr hinum miklu slysum á sjó. Hvert gagn má sjávarútvegi vorum verða að sliku skipi og hvað eiga menn að læra þar? Sje það rjelt, að ýms af slysum þeim, er verða hjá oss á sjó á hverju ári, sje því að kenna að óreyndir og fákunnandi menn hafa skipstjórnina á höndum, þá virðist að starfsemi skólaskips geti ráðið bót á því, að mildum mun. Jeg býst við að ungir menn, sem ætla að takast skipstjórn á hendur sæki um að fá að vera ákveðinn tima með skóla- skipinu til þess að nema þar það, er þeim er nauðsynlegt til að taka það starf að sjer. Það gæti jafnvel komið til mála, að gera dvöl á skipinu og vottorð frá yfir- mönnum þess að skilyrði fyrir skipstjórn á stærri og smærri sldpum. En það mundi naumast þurfa að setja þau skil- yrði, því menn sem hefði vottorð frá skipstjóra skólaskipsins mundu allajafna

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.