Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.1915, Blaðsíða 5
ÆGIR 37 okkar væntanlega, þá er reynandi að safna þvi saman, en hræddur er jeg um að vátryggingarfjelagið, sem tek- ur skipið i ábyrgð mundi hafa eitthvað að athuga við orð, sem eru eins lik og hjoltaug og taugarhjól. Þeir sem lmgsa um að endurbæta sjómannamál vort, verða að þekkja ýmsar hugmyndir t. d. hale = draga með strengjum, hejse — vinda upp og hive — draga upp. Þessi orð eru ekki hafandi nema þar sem þau eiga við. Jeg get ekki sagt á dönsku hal Siorsejlet, en jeg get sagt, hejs Slor- sejlet. Jeg get ekki sagt hejs Anker, en hiv Anker er rjett, og þannig er um ým- islegt, svo það er margt fleira hjer að at- huga en að búa til orð yfir hina ein- stöku hluti á skipum. Dönsku orðin og skipunarsetningar eru handhægar og hægt að framhera þær, hinar ensku auð- veldari og fallegri, en það, sern enn er komið hjer i þá átt óbrúklegt. Komi skólaskipið, verður að ákveða á hvaða máli kenslan eigi fram að fara, það ligg- ur i augum uppi. — Að ætla sjer að búa til mál fyrir sjómennina. sem seta má saman svo vel fari og hugmyndir þær komi i Ijós, sem einslök orð benda á, koma þvi inn hjá mönnum að nola það mál, það er verra viðureignar en menn alment gera sjer grein fyrir. Vjer tökum örk af pappír fáum okkur penna dýfum honum i blek og skrifum. Við eigum ekki einu sinni islensk orð yíir ritáhöldin okkar, væri ekki rétt að byrja á þvi að laga það og þegar það er gert, byrja á sjómannamálinu islenska? Skrifað á Benediklsmessu 1915. Sveinbjörn Egilsson. Hrakningur á sjó. Mánud. 1. mars hvarf vjelabáturinn »H:iffari« frá Sandgerði; var hann eign Guðmundar Þórðarsonar kaupmanns. Þennan dag liafði báturinn verið við veiðar og til hans hafði sjest er aðrir bátar hjeldu til lands, en um kveldið lenti hann ekki og var þá sýnilegt að eilthvað hafði orðið að. Flóabáturinn »Ingólfur« var þá fenginn til að leita, en hann fann ekkert og kom aftur svo bú- inn. Þá var björgunarskipið »Geir« feng- ið til að leita. Hjelt »Geir« fyrst suður að Sandgerði, tók þar með sjer kunnug- an mann Jóhann hreppstjóra frá Akra- nesi. Hjelt »Geir« íyrst út á miðin þar sem siðast hafði sjest til bátsins og þaðan til hafs. 50 sjómílur undan Reykja- nesi fann Geir bátinn og var það fimtu- daginn 4. þ. m., og hafðí hann þá verið i hrakningi þessum nær 3 sólarhringa. Vjelin hafði bilað og seglin rifnuðu svo fyrstu nóttina, að óbrúkleg voru. Fjórir menn voru á bátnum og allir voru þeir hressir er hann fanst. Flutti »Geir« svo bátinn til Sandgerðis, var það á fimtudagskveld og urðu menn glaðir er þeir lentu, þvi flesta grunaði að þeir aldrei mundu koma fram. Tvennum sönum fer nú um það, hvern- ig segl á þessum bát hafi verið, sumir segja að þau hafi verið ónýt, aðrir ann- að, en hvernig sem það hefir verið, þá ælti þetta dæmi að verða til þess, að seglaútbúnaður á mótorbátum væri at- hugaður og ætti að kenna mönnum, að halda honum i lagi. í Janúarblaði Ægis i fyrra (1914) er rninst á áburð á segl, sem ver fúa og heldur þeim mjúkum; máske að einhverj- um nú detti i hug að athuga þá grein, þvi þótt ekki væri til annars að segl

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.