Ægir - 01.05.1915, Blaðsíða 5
ÆGIR
63
Ólafssyni, sem lá fyrir siðasta Alþingi,
gjörðar við það nokkrar breytingartil-
lögur og síðan samþykkt.
í sambandi við þetta mál var sam-
þykkt svohljóðandi tillaga,
»Fundurinn skorar á Fiskifjelag íslands
að hlutast til um að skipuð verði milli-
þingsnefnd til að rannsaka orsakir til
slysfara á sjó og gjöi'a tillögur um ráð
við þeim«.
3. Merking veiðarjœra:
Samþ. að skora á fiskifjel. deildirnar í
Austfirðingafjórðungi, að hlutast til um
að öll veiðarfæri verði eftirl. merkt með
ákveðnum litum:
T. d. Seyðisf. rautt, Mjóifj. hvitt, Norðfj.
grænt, Eskifj. og Reyðarfj. blátt og Fá-
skrúðsfjörður gult.
4. Fiskiveiðasjóðurinn og lánsdeild
við hann.
Samþ. að skora á Fiskifjel. íslands að
hlutast tif um að sett verði á fót láns-
deild samkv. lögum 16. nóv. 1907.
5. Mat á »labradorfiski«.
Samþykkt svohljóðandi tillaga:
Fjórð ungsfundurinn skorar á Fiskifjelag
Islands að hlutast til um að fyrirskipað
verðj mat á Labradorfiski þegar upplýs-
inga hefir verið leitað um, hverjar kröfur
verði gjörðar til matsins innanlands og
utan«.
6. Steinolíumálið.
Samþykkt tillaga um að skora á lands-
stjórnina að útvega landinu nægilegan
forða af steinolíu, helst frá Ameríku.
7. Válrygging mótorbáta:
Samþykkt að skora á allar fiskiljelags-
deildir Austurlands, þar sem ekki þegar
hafa verið mynduð vátryggingafjelög, að
gangast fyrir, að slik tryggingarfjelög
komist á, á þessu ári.
8. Vitamál:
Samþ. till. um að skora á stjórn Fiski-
fjel. ísl. að hlutast til um að bygður
verði landtökuviti með þokulúðri fyrir
Austurland, helst á Seley eða Kambanesi.
9. Merking og úlbúnaður móiorbáta:
a. »Fundurinn skorar á Fiskifjel. deildir
á Austurlandi að beita sjer fyrir þvi, að
núgildandi lögum um skrásetning mót-
orbáta sje framfylgt.
b. Áskorun til sömu um að hafa strangt
eftirlit með, að mótorbátar fjórðungsins
gangi með lögboðnum ljósum«.
10. Innkaup á vörum iil útgerðar.
Samþ. till. um að stjórn Fiskifjel. ísl.
beiti sjer fyrir samvinnufjelagsskap meðal
sjávarútvegsins á öllu landinu og að
æskileg sje samvinna milli fiskitjel. deild-
anna i Austf. fjörðungi, er nái til sölu á
öllum sjávarafurðum og kaupa á því,
sem þarfnast til reksturs sjávarútvegs.
11. Vörutollur:
Samþ. svohlj. tillaga:
»Fjórðungsfundurinn skorar á fiski-
þingið að hlutast til um að 25% af vöru-
tolli á allri steinoliu, sem hingað flyst til
landsins falli til Fiskiveiðasjóðsins«.
12. Lög um atvinnu við siglingar:
Samþ. svohlj. tillaga:
»Fjórðungsfundurin mælir með þvi að
Fiskfjel. ísl. sjái um frekari framkvæmdir
á frumvarpi til laga um atvínnu við sigl-
ingar, sem lagt var fyrir aðalfund Fiski-
fjelagsins i vetur«.
13. Breyting á lögum Fiskifjelags ísl.
Samþ. svohlj. tillaga:
»Fjórðungsfundurinn skorar á Fiski-
þingið i suinar að breyta 15. gr. ílögum
Fiskifjel. ísl. á þessa leið: Ferðakostn-