Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1915, Blaðsíða 1

Ægir - 01.05.1915, Blaðsíða 1
8. árg Elftirlit með bátum. Það hefir áður verið drepið á það í »Ægi«, að nauðsyn bæri til, að opinber starísmaður væri settur, til þess að rann- saka í hverju ástandi bátar væru alment, sem notaðir era til róðra eða ílutninga í kauptúnum og veiðistöðum landsins. Eins og við var að búast, tók enginn til máls hvorki með nje móti um þetta atriði, enda glejmiast slikar áskoranir eða upp- ástungur íljótt; þær eru lesnar af sum- um, sumir hlaupa yíir slíka kafla og svo er alt gleymt, en hjer er nú komið svo, að ekki má leggja þessa hugmynd ulgerlega frá sjer. Þeir eru nokkrir þótt ekki sjeu margir, sem hafa beðið mig um að lýsa slæmu ástandi háta í »Ægi« efth’ þeirra sögusögn. Það heli jeg ekki viljað gera nje getað, þareð jeg ekki hatði s)eð þá háta, sem þeir töluðu um, sjálíir hafa þeir ekki viljað skrifa greinar um þetta efni, af hverjum ástæðum veit jeg ekki, en það veit jeg, að það er leitt að þurfa að taka fyrir opinberlega í blaði eða riti eignir einstakra manna, þar sem allir vita, að viðar er pottur brotinn enn hjá þeim, sem nafngreindir væru, og af þeim ástæðum einnig hefi jeg ekki viljað sinna þessum sögum, en visað til ábyrgð- arfjelaganna, því þar eiga slíkar kærur heima. — Af þessum sögum eða kærum má þó leiða það, að mönnum er það fullkom- ■. 5. lega ljóst, að hjer er ólag, sem ekki á að eiga sjer stað; þeir kannast við að sjósókn á ljelegum fleytum sje hættuleg, og viðurkenna með umkvörtun sinni að þeir eru hræddir um sitt eigið líf og vel- ferð sinna, þegar þeir neyðast til að vinna á slíkum bátum. Þegar ráðið er á bát, þá mun háseta eigi ávalt kunnugt hvernig sá bátur er, en verður að vera þar sem hann er kominn, þótt hann í fyrsta róðri verði þess var, að hann er á hættulegu skrifli. — Hjer fara margir í sjóinn og ofmargir, og hvernig þau sl}rs verða et- oft ókunnugt, en oft eru það mótorarnir, sem fá sökina, en byrðing- urinn getur einnig átt sinn þátt í því. — Hjer vantar almenna skoðun á bátum, og mann, sem hefir aðalumsjón með eft- irlitinu, ekki mann til að gefa skýrslur um ástandið eingöngu, því þær stöðva ekki leka á bát í snatri, heldur mann, sem ferðast um og sjer um, að það sje gert, sem gera þarf í þá átt, að bátar sjeu það í lagi, að bæði þeim og lífi manna, sem á þeim eru sje borgið, þótt eitthvað sje að veðri. — Þessi maður ætti að fara og koma þegar honum svo sýndist, koma öllum að óvörum og líta eftir lleytum; hafa vald til að útnefna skoðunarmenn á staðnum, og vald til þess að skipa, að gert sje að þeim bátum, sem aðgerðar þyrftu. Að öllum líkindum yrði slikur maður að vera skipaður af landstjórn- inni, en ábyrgðarfjelögin ættu að greiða sinn skerf til þess að launa hann, því ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS Reykjavik. Maí 1915. Nr

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.