Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1915, Blaðsíða 12

Ægir - 01.05.1915, Blaðsíða 12
70 ÆGIR lönd á siðuslu timum, munu að likindum geta haldist þar við að meira eða minna leiti framvegis. Fyrir ófriðinn var verslunarumsetning Þýskalands við útlönd nálægt21 þús. mill. mörk, innfluttar vörur 10,757,6 mill. mörk, en útfluttar 10,095,9 mill mörk sem að mestu leyti er stoppað. Verslun Brela yfir þessa fyrstu 3 mánuði ársins, hefur verið sem hjer segir: Innlluttar vörur £ 208,160,738. Útfluttar £ 84,600,595. Innflutlar vörur hafa aukist um £ 11,169,000, frá árinu sem leið en útflutt- ar vörur minkað um £ 48,986,028. Hver áhrif ófriðurinn hefur meðal annars haft á verslun Breta má meðal annars sjá á þvi að umsetning ársins 1914 hefur orðið £ 180 mill. minni en árið 1913. Englendingar gjöra allt sem þeir geta til þess að ná til sin verslun sem áður hefur verið í höndum Þjóðverja, þannig hafa þeir lokað öllum þýskum versl- unar húsum i Afríku er þeir hafa náð á vald sitt og einu í Kína og víðar. Sem dæmi þess hvað mikið af verslun og tilbúnaði á vörum, sem Englend- ingar þurftu að brúka, hefur verið í höndum Þjóðverja áður, má geta þess, að að eins Vio hluti litarvörutegunda er Bretar þurfa árlega að nota til iðnaðar er búið til þar í landi en 9/h> i Þ\rskalandi, en þó er aðeins þessi vörulegund um £ 200 mill. virði sem notað er árlega. Fjelag er myndað með 1 hlutum, og er höfuðstóllinn £ 3 mill. þar af leggur rikið fram helming og lofar að ábyrgjast vexti af íje hluthafa í nokk- ur ár, til þess að taka á sínar hendur tilbúning og verslun á þessari vörutegund. Sú alda ris hátt hvert sem litið er að gjöra verslunina sem minst háða, að reyna að framleiða i sinu eigin landi sem mest af því sem þarf til lifsins viður- halds. Og það sem óumflýjanlegt er að fá annarstaðar að, það sje útvegað í gegn um landsins eigin verslun. Gullframleiðsla lieimsins siðustu 3 árin hefur verið sem hjer segir: 1914 £ 91,061,077. 1913 £ 92,533,951. 1912 £ 94,866,653. Framleiðslan alls af gulli hefur síðustu 10 árin verið samtals £ 881,092,153. Vörur og verð. Hveiliuppskera litur út fyrir að verða góð. í Argentinu er meðal annars giskað á að uppskeran verði um 4 mill smálestir. Sykur framleiðslan á Iíúba var árið sem leið 2,597,732 smálestir, en búist er við að hún verði nú um 100,000 smálestum minni. I byrjun þessa mánaðar var gjört ráð fyrir að til Englands og Frakklands yrði fluttar um 50,000 smálestir af hveiti sem lágu i Archangel. Hveiti verðið svipað og i byrjun ársins. Um hveitiverð hefur meðal annars staðið i »The Corn Trade News« svo- hljóðandi athugasemd: »Árið 1894 er lægsl hveitiverð er nokkurtima hafði verið áður, þá komsl hveiti niður i 23 sh. quarter (480 lbd.), en steig svo hægt og hægt þar til það sið- astliðið ár var komið i 35sh., en er nú hjerumbil 60 sh., eða hið hæsta verð sem það hefir komist í siðan 1870—1871 í fransk-þýska stríðinu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.