Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1916, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.1916, Blaðsíða 14
42 Æ G I R Skýrsla sú, sem hjer birtist, nær yfir þau ár, sem jeg hefi verið við fiskiveiðar, fyrst með föður mínum, Eyjólíi Jónssvni, til 1911 og síðan sem formaður. Jeg hefi frá byrjun lialdið þessar skýrslur, og af því jeg hafði snennha gaman af að bera hin- ar árlegu skýrslur saman, hafði jeg þær svo nákvæmar og viðtækar sem jeg gat. T. d. setti jeg á skýrsluna eigi aðeins fiskitöluna, heldur og einnig lóðatölu, vegalengd ferðarinnar og ýmislegt íleira. Og nú finst mjer jeg hafi verið hagsýnn að útíylla skýrslurnar frá byrjun, svona ýtarlega, því af þeim þykist jeg nú þegar geta fengið niargskonar leiðbeiningar og fróðleik. Fáeinar upplýsingar verð jeg að láta fylgja skýrslunni. Allur íiskur er tilfærður á lienni eftir tölu, nema síðasta árið er hann talinn eftir vigt, fullsaltaður, að undan- teknum sleinbit. f lilutaupphæð er hvorki lalið með steinbítur, lifur eða annað smá rusl. En þetta nemur þó töluverðri upphæð sum árin, sjerstaklega steinbiturinn; en um margra ára tíma hefir hann verið seldur lijer á 20 aura stykkið. Flestir hlutað- eigendur hafa notað hann til heimilisþarfa og því er hann ekki talinn í krónum á skýrslunni. Þess skal ennfremur getið, að skýrslan nær aðeins yfir haust- og vorvertiðir. Aðra tima árs eigi stundaðar veiðar á þeim bátum, sem skýrslan er af; nema örfáar ferðir 1907 og 1915. Árin 1909 og 1910, þó aðeins vorvertíðir. Vorvertið er kölluð hjer frá páskum og fram i byrjun júlímánaðar, og haustver- tið frá leytum til nóvemberloka eða jóla. Eins og sjest á skýrslunni, liefir þvínær ávalt verið meiri afli (hærri hlutir) á vjelabátunum en var á árarbátunum, enda farnar fleiri ferðir. En þar sem sami mað- urinn, faðir minn, hefir verið formaður flest árin, má að miklu leyti nota þessa skýrslu til samanburðar á afla, ára- og vjelabáta. Þrátt fyrir þann mikla mun á afla, græddist miklu meira á útgerð árabátanua en nú á vjelbátunum. Stafar það auðvitað af langt- um dýrari rekstri á vjelarbátunum. Aftur á móti hafa hásetar yfirleitt talsvert hærri hluti á vjelabátum, heldur en var á árabátunum, ef tekinn er til samanburðar lengri timi. Á þeim árum, sem skýrslan nær yfir, hefir útgerðarkostnaður árabáta (veiðarfær- in) eigi numið meira en frá 60—120 kr. árlega, og tók útgerðarmaður tvo hluti eftir bátinn, en greiddi af þvi þóknun til formanns, hálfan hlut hæst. Reksturskostnaður vjelabáts þess sem skýrslan er af »Trausti« — hefir verið kr. 600 til 3200. í þessu eru talin veiðarfæri, allskonar olia og árlegt vjelaslit. Af þessu er auðsætt, að mikinn afla þarf til þess bæði að greiða slikan reksturskostnað, og svo hæfilegt fyrningar- og afborgunargjald. Siðastliðið ár, sein dýrast befir verið á þessum bát, síðan hann byrjaði veiðar 1907, var bæði olía og veiðarfæri hærri en nokkru sinni áður, og einnig fleiri menn á bátnum; var þvi hægt að stunda veiðarnar betur, en það útheimti auðvitað meiri veið- arfæri og oliu. Á skýrslunni sjest hvernig aflanum hefir verið skift. Annars skifta flest-allir vjelabátaútgerðarmenn hjer, aflanum í 11 staði, og taka olíu af óskiftum afla. Útgerðarm. greiða kaup formanns, sem venjulegast er 1 hlut- ur (Vu. aflans). Jón Eyjóljsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.