Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1916, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.1916, Blaðsíða 8
36 ÆGIR Garði og því engin tök að koma fundum á í deildunum, með því að uppgripaafli var á öllu Miðnesi, og þó einkum í Sand- gerði. Jeg hafði ásett mjer að kalda fyrirlestra um samvinnufjelagsskap og hafði búið mig undir það í vetur, en nú voru engin tök til þess. Jeg rjcð því af, að fmna að máli helstu málsmetandi menn og ræða við þá um framkvæmdir í framtíðinni. Var mjer hvívetna vel tekið og voru allir þeir, er jeg átti taf við, eindregið á þvi máli, að framtíð sjávarútvegsins væri mjög komin undir samvinnu útgerðar- manna, og að nú mætti eigi lengi dragast að koma slíkum fjelagsskap í framkvæmd. Allmjög var rætt um steinolíukaup Fiski- fjelags íslands, og virtust margir álíta, að fjelagið ætti að lialda þeim áfram. Reyndi jeg að sýna þeim fram á að það væri að ýmsu leyti óeðlilegt að fjelagið hefði verslun með höndum og að naumast mundi ráð fyrir því gerandi að landsstjórn- in vildi eða gæti hlaupið eins undir bagga með olíukaupunum og hún hefði nú gert, enda hefði henni, af sjerstökum’ ástæðum verið auðveldara nú að gera fjelaginu þann greiða, að lána þvi fje til að borga olíuna, þar sem hún liefði átt fje inni i bönkum vestan liafs, sein ekki væri líklegt að hún ætti seinna, og hjálparlaust gæti fjelagið ekki íengið olíuna, þar sem það hefði eng- in fjárráð. Það væri því efasamt að treysta þvi, að Fiskifjelagið sæi sjerfært að fást við þessi olíukaup framvegis, en hinsvegar mætli telja víst, að ef engin samkeppni yrði í steinolíusölunni, þá mundi hún hækka af- ar mikið í verði. Jeg ællaði mjer að fara lii Grindavíkur og Hafna, en hætli við það vegna þess að mjer var sagt að ómögulegt væri að koma þar á fundum vegna annríkis manna þar. Jeg hjelt því heim aftur til Reykjavíkur og kom þangað að kvöldi hins 6. þ. m. í flestum deildum á Reykjanesi hefir meðlimum fjölgað að mun frá því þær voru stofnaðar. Þannig var deildin í Sand- gerði stofnuð 1914 með 11 meðlimum, en nú eru meðlimir hennar rúmir 40. í Keílavik skoðaði jeg nýtt ísgeymslu- hús, sem útgerðarmenn þar bygðu síðast- liðið haust. Er húsið bygt úr torfi og grjóti og rúmar liklega sem næst 200 smálestir. Grunn voru þeir að bvggja undir frystihús og munu ætla að byggja það á komandi sumri. í Keflavík hefir nú um nokkur ár verið íshús og frystihús, sem Duus-verslun á. Hafa Keílvikingar fengið þar beitu sína áður. En nú i vetur liafa ýmsar greinir orðið milli úígerðarmanna og Duus-versl- unar og hefir það orðið til þess, að út- gerðarmenn hafa nú hafist handa og muni ætla sjer að verða sjálfum sjer nógir í framtíðinni. Um deiluna milli þeirra og verslunarinnar skal að sinni ekkert sagt. Mun þar mega segja um hið fornkveðna, að veldur sjaidan einn, ef tveir deila. Hitt mun og rjett, að fátt sje svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott. Þessi deila hefir vakið Keflvíkinga til framkvæmda og trausts á sjálfum sjer og er þar með mikið unnið. Mun þeim reynast, sem öðrum, að »betra sje hjá sjálfum sjer að taka, en sinn bróð- ur að biðja«. Aldrei hefi jeg sjeð is tekinn með eius miklum erfiðleikum og Duus-vcrslun í Keflavík hefir með ístökuna þar. ísinn er tekinn af tjörnum lengst vestur á heiði. Mun vera alt að hálfrar stundar akstur hvora Ieið og má fara nærri um að slík- ur ís hlýtur að verða æði dýr. Stafar þetta af því, að engin tjörn er í Keflavik eða í nánd við hana, þar sem vatn safnast að vetrinum. Vitaskuld mundi margborga sig að steypa girðingu og dæla vatni í hana

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.