Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1916, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.1916, Blaðsíða 6
34 ÆGIR manna. Rað gæti gefið út þau lög, að þótt einhver útlendingur næði i land á hinum miklu íiskistöðum, að rjettindi hans til þess lands stæði ekki nema fá ár, i stað þess að ýmsir útlendingar hafa hjer rjett til lands og lóða um margra tuga ára skeið, og lána það út öðrum útlendingum til afnota, og þetta á sjer helst stað, þar sem innlendir eiga fult i fangi með að fá uppsátur eða staði til fermingar og af- fermingar. Hefði verið lagt svo sem 3—4 kr. á hverja síldartunnu, sem erlendir menn fóru með út úr landinu í fyrra sumar, þá hefði mátt kaupa öflugan strandvarnarbát og nóg fje hefði verið afgangs til útgerðar hans í 5—6 ár. Hefði ekkert þurft fyrir hið innkomna íje að kaupa, þá hefði ver- ið iniklu sæmilegra, að gefa það fátæku fólki, sem verður aö liða skort vegna dýr- tíðarinnar, lieldur en gefa það útlending- um; þeir fá alt greitt, sem þeir senda hing- að upp, þeir segja til, hvað erlenda varan kostar og þeir segja til hvað þeir vilja gefa fyrir þá vöru, sem íslendingar gjalda með, en væri rjett ættu íslendingar að geta verð- sett sína vöru jafnt og þeir útlendu verð- leggja sína. Pegar farið var að rita lijer í blöðum um Hornvík í haust er leið, þá var jafn- harðan farið að skrifa um það i norskum blöðum, að þarna mundi líklegur staður til veiða. Hvað skyldu Norðmenn segja, ef við hjer færum að skrifa um að einhvers- staðar í Noregi væri líklegt til veiða og að þeir ættu von á því sama og við — stór- um flota fiskiskipa, sem við hvert gefið tækifæri færi inn fyrir landhelgislínuna til að veiða og að þeir vissu fyrir að þeir raundu ekki bera meira úr býtum við komu okkar, en við gerum við þeirra komu hingað til lands. Þar yrði annað upp á teningnum. það er ýmislegt annað, sem koma þess- ara manna hingað um sildartímann hefir í för með sjer, en það að þeir taki síldina úr sjónnm. Látum þá gera það, en þó fyrir utan landhelgi. Flest hin íslensku botnvörpuskip sem stunda síldarveiði fyrir Norðurlandi geta eigi fengið að leggja upp afla sinn á Siglufirði, sem er hin heppi- legasta höfn til þess. Nei — þeir komast að inst inn á Eyjafirði sem hefir það í för með sjer, að í slað þess að þeir, sem leggja aflann á land á Siglufirði geta fylt sig tvisvar—þrisvar á sólarhring, þá er eigi hægt fyrir hina að færa nema einn farm á land á sama tíma og auk þess liggur aílinn undir skemdum í hitatíð á hinni löngu leið, og úthald hinna íslensku boln- vörpuskipa er dýrast þeirra skipa er veið- ina stunda. Hvers vegna gela þau þá eigi verið á Siglufirði og stundað veiðina það- an? Vegna þess að þar eru fyrir útlend skip, sem taka upp alt rúm. Þar eru út- lenskir menn, sem hafa ráð á lóðum og bryggjum. Þeir gætu máske leigt íslenskum skipum, en þeir hlynna að sinum lands- mönnum, sem ekki er láandi. Er engin leið til þess — tölum ekki um að stemma stigu fyrir lcomu útlendinga — að láta þessa menn, sem hingað sækja auðæfin, borga lílið eitt ríflegar, fyrir heila farma sem þeir flytja út, margra þúsund króna virði, en hingað til liefur verið. Veitir af að fá íje í landið ef þess gerisl kostur? Ýmislegt bendir til, að útgerðinni geti verið hætta búin í framtíðinni — hin miklu mótorbáta kaup, sem nú eiga sjer stað, geta orðið landsmönnum örðug þegar fram i sækir; þótt árið í fyrra væri gott og árið í ár líti út fyrir að verða besta ár, þá er það engin sönnun fyrir að riæstu ár hjer á eftir verði nein gróða ár. Gangi greitt að flytja afurðir til annara landa þá eru öll líkindi til að alt gangi vel — ef fisk- ast, — en þar eð við vitum ekki frekar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.