Ægir - 01.03.1916, Blaðsíða 12
40
ÆGIR
Undantekning frá þessu er þó höfnin í
Þrándheimi, sem fullgerð var árið 1884,
en það varð af sjerstökum ástæðum og
meðal þeirra var tillit til járnbrautarinnar
er þangað lá.
Christjania, sem höfuðborg Noregs, lilaut
að fá höfn, sem fullnægði kröfum tímans
og 1893, var kosin nefnd til að undirbúa
og gera áætlun mn nýtfsku höfn. þessi
nefnd, vann að vísu að málinu, en það
komst fyrsl á góðan rekspöl, þegar bærinn
ákvað árið 1897 að bjóða áætlun um böfn
til alsherjar samkeppni.
Samkeppni þessi gaf mönnmn nóg úr
að velja, og föst ákvörðun var tekin um
það, hvernig hafnargerðinni skyldi hagað,
og á 25 árum var kostnaður við hafnar-
gerðina og lóðarkaup orðinn 11 miljónir
krónur.
Fleiri norskir bæir tóku það ráð, að
láta keppa um áætlanir liafnargerða og
1900 byrjaði Bergen og svo kom hver bær-
inn eftir annan, sem sannar það, að menn
sáu að hafnir voru nauðsynlegar ineð næg-
um bryggjum og nýtisku tækjum til ferm-
ingar og aflermingar, og nú er svo komið,
að nálega hvert sjóþorp heíir liöfn og
bryggjur. Fessar framkvæmdir eru ein-
stakir í sinni röð, einkum þar sem hafna-
sjóðir hafa víðast verið svo rýrir, að taka
hefir orðið slór lán, og einkum má þar
nefna Christiania, sem á þvi timabili, sem
hjer ræðir uiii, hefir tekið að láni 71/*
miljón krónur, þrátt fyrir hinar geysimiklu
samgöugur. Þó er ekki svo alsstaðar.
Þannig má nefna Slavanger; hafnarsjóður
þess bæjar, hefir haft í tekjur á nefndu
limabili 2,S miljónir krónur og hefir þó
lagt út 1,4 iniljón krónur i hafnargerð.
Hafnargerðin í Þrándheimi kostaði lVi
miljón kr., er hún var fullgerð 1884, en á
siðastliðnum árum, heíir höfnin verið stækk-
uð og endurbætt á stórfeldan hátt, sem
sökum legu bæjarins kemur að ómetanlegu
gagni, ekki aðeins fyrir bæinn sjálfann
heldur einnig fyrir alt landið. Tekjur hafn-
arsjóðs Bergens hafa verið á umgetnum 25
árum, 4,2 miljónir krónur, en hann hefir til
umbóla á höfninni varið alt að 2,4 miljóu-
um kr. og aðeins ein bryggja sem þar var
gerð kostaði 1 miljón krónur.
Þetta eru aðeins fá dæmi, en hvervetna
liafa hafnir verið gcrðar og er kostuaður
við þær í samræmi við stærð bæjanna og
samgöngur.
Af opinberu fje fæst enginn styrkur til
hafna, nema þar, sem þær auðsjáanlega
koma fiskiveiðum að notum, þó verður að
geta þess, að landssjóður hefir hlaupið
undir bagga með að greiða aðgang að
höfnum, t. d. Skien-Porsgrund og Drainm-
en. Til þess hefir hið opinbera lagt i alt
250 þús. krónur.
Fyrir landssjóðinn eru þetta ekki mikil
útlát þegar tekið er tillit til þeirra tekna
sem hann hefir af vita- og farmgjaldi.
Hið sama er að segja um styrk þann, sem
binar ýmsu hafuir fá af opinberu fje, þeg-
ar um brautarlagningar að höfnum er að
ræða, að hann er sára litill, þegar tillit er
tekið til hagsmuna þeirra sem leiða af, að
liafnir sjeu i sambandi við járnbrautir.
Einkennileg er liin mikla og langa barátta
er Christiania átti i, er liún reyndi til að
fá slík sambönd, en það gekk, og hverju
það liefir til vegar komið, má best marka
á því, að samgöngur hafa vaxið þannig,
að 1907, sama ár sem sambandið þetta
komst á, fóru um brautina 7,500 vagnar
en 41,000 árið 1915.
Um leið og minst er á hafnargerðir,
verður að geta um hinar mörgu og miklu
fiskibátahafnir og hinna margvislegu flutn-
ingstækja, sem gerð hafa verið viðsvegar
með ströndum fram. Sökum þess að hafn-
ir þessar liggja oft afskektar, eru þær al-
menniugi ekki eins kunnar, og liinar meiri
hafnir. Til þessara hafna hefir landssjóð-