Ægir - 01.03.1916, Blaðsíða 7
ÆGIR
35
um gang stríðsins nú þrátt fyrir hin mörgu
skeyti, en við vissum þennan dag í fyrra
og við vitum ekki hvar við stöndum þeg-
ar hið mikla þrotabú »Evrópa« verður
gert upp, þá er djarft teflt. Vonandi geng-
ur það þó svo, að góðærin borgi mótor-
báta íjöldann og þeir, sem nú eiga báta á
floti riii sig upp.
Brýn nauðsyn ætti það að vera, að hvar
á landinu, sem nýjar veiðistöðvar risa upp,
að þar sjeu þær liafnareglur, sem forði
þeim frá yfirgangi annara og þeirri töf við
vinnu, sem af slikum yfirgangi hlýst; það
er það minsta sem gert verður, þar eð við
getum ekki verndað landhelgina eins og
Þyrfti.
Hvenær verður það, að maður úr sjó-
mannastjettinni nái hjer þingsetu? Slikur
maður væri þinginu og þjóðinni liinn gagn-
legasti. Jeg þekki mann, sem veit alt, er
að fiskiveiðum lýtur og auk þess margt
og margt, sem jeg er viss um að yrði
þjóð og þingi til hins mesta gagns, svo
maðurinn er iil, en hann er einn af þeim,
sem ekki trana sjer frarn og þess vegna
bendi jeg heldur ekki á hann hjer, en til
þess að menn ekki haldi, að jeg sje að
slá mjer sjálfum gullhamra og benda á mig,
þá læt jeg þess getið, að þegar jeg var að
alast upp, þá heyrði jeg aldrei talað um
annað en fjárkláðann, svo fór jeg i sigl-
ingar og var að þvi svalki í um 20 ár og
á þvi timabili heyrði jeg mest talað um
storma og kvenfólk og þegar jeg loks kom
heim, þá voru menn orðnir svo lærðir í
pólitik og jeg ekki lært frumatriðin, að hve
mikið sem jeg hef á mig lagt, hef jeg
aldrei náð þvi, sem menn kunna nú i
þeirri grein, svo jeg vona að það sje sann-
að að jeg er ómögulegur. Jeg læt þessa
getið hjer, þótt það máske þyki óþarfi, en
hjer er svo títt að óhæfir menn benda á
sig til ýmsra starfa, er þeir hafa litla hug-
mynd um livernig þeir eiga að leysa af
hendi, og jeg hef ekki ennþá fengið þá
veiki, sem Danir kalla Storhedsvanvid.
Samt er jeg á þeirri skoðun, að það sje
hættuminna að bjóða sig fram og komast
á þing gersneyddur allri þekkingu, því þar
drepur maður þó engan beinlinis, heldur
en að taka að sjer t. d. vjelagæslu á mótorbát
og hafa ekki haft það starf á hendi fyr —
það er djarft og þar eru mannalif í veði.
Sala og leiga á lóðum við aðalveiði-
stöðvar landsins ætti með öllu að afnema,
þegar þeir, sem vilja kaupa eða leigja eru
erlendir menn. Landhelgin verður ekki
varin fyrir yfirgangi, en hið þurra land
mætti verja, í það minsta ekki komast
lengra út á leigu- eða sölubrautina en
orðið er.
Rvík 23. mars 1916.
Svbj. Egilsson.
perí uttt JáiBnes.
Ársfjórðungsskýrsla til FiskiQel. íslands.
Frá Matth. Ólafssyni.
Frá nýári til 28. febr. var jeg heima i
Reykjavik.
Jeg hafði ætlað mjer að ferðast um
Reykjanesskagann og heimsækja deildir
Fiskifjelagsins á því svæði.
En þegar jeg var að því kominn að
leggja af stað, breyttist veðrátta til hins
verra, með afarmikilli fannkomu. Voru
þá um tima engin tök til að ferðast á landi.
En siðari hluta febrúarmánaðar brá aftur
til góðviðra, sem hafa haldist til þessa
dags.
29. febrúar lagði jeg af stað frá Reykja-
vik. Kom jeg í Hafnarfjörð, Voga, Kefla-
vik, Stafnes, Sandgerði og Garð.
Vertíðin var þá byrjuð á Miðnesi og