Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1916, Side 9

Ægir - 01.06.1916, Side 9
ÆGIR 69 virðist það sæta undrun, að einmitt þarna hafi garðrækt kornist á hæst stig hjer á landi. Sýnir þetta hverju elja og þekking geta áorkað þrátt fyrir alla erfiðíeika. Þótt það sje nú sandurinn, sem gerir útlitið á þessum stað svo óbjörgulegt, þá má búast við, að honum sje það þó að nokkru leyti að þakka að landið þarna framleiðir nokkurn gróður. Sand- urinn er því nær eingöngu skeljabrot svo smá, að þau greinast aðeins í smá- sjá og er hann þvi afarrfkur af kalkefni. Auk þess heldur hann jarðveginum heit- urn að sumrinu og losar um hann svo að loft kemst belur að honum. Fyrir neðan túnið á Sauðlauksdal er vatn allstórt. Er þar enn nokkur sil- ungsveiði að sumrinu, en mun þó nokkru minui en fyrrum, enda er vatnið sífelt að gr ynna af sandfokinu. Jeg spurði sjera Þorvald eitthvað í þá állina hvort hann væri eigi orðinn þreyttur í baráttunni við ólukku sand- inn. Hann svaraði mjer eitthvað á þá leið, að þótt hann sjálfur gæti eigi vænst að sigrast á honum, þá vænti hann þess að það mundi takast í framtiðinni og sú sigurvon, ásamt vananum, gerði sjer bar- áttuna ekki eins tfifinnanlega. Nær nóni lögðum vjer af stað frá Sauðlauksdal. Fram undir dalbotninum var ekki mikill snjór, en þegar upp á tjallið koin var hann allmikill. Yiðast hjelt hann heslinum uppi. Vjer vorum nálægt 5 klst. á leiðinni og komum að Breiðuvík nálægt kl. 8 að kvöldi. í Breiðuvik er tvíbýli. Jeg lók mjer gistingu hjá ek'kju þeirri erSigríður heitir fi'ausladótlir. Voru synir hennar, 2, mjer samferða frá Patreksfirði. Ekkja þessi á 5 börn, 4 syni og eina dóltur. Þegar hún misti mann sinn fyrir 15—18 árum, voru flest börnin í æsku og efni að sögn fremur lítil. Einn sonur hennar, Trausti, stundar nú nám við Hafnarháskóla, annar, Guð- mundur, er nú ráðsmaður hjá móður sinni, hefur hann tekið próf frá bænda- skólanurn á Ilvanneyri. Einn sona hennar er formaður fyrir báti móður sinnar og hinn 4. stundar járnsmiðanám á Patreksfirði. Dóttirin er heima hjá móður sinni og er á að giska 16—18 ára gömul. Á þessu tímabili, siðan hún misti mann sinn hefur hún bælt ábýlisjörð sina að miklum mun, keypt hana að mestu leyti og lcomið upp á henni vönd- uðu steinsteypuhúsi. Sýnir þetla all- mikla ráðdeild og er þess vert, að sliku sje haldið á lofti. Fyrir því nær 40 árum kom jeg i Breiðuvik, var sendur þangað fyrir hönd hreppsins, sem jeg átli heima i. Jeg varð nú alveg forviða þegar jeg sá hinn afarmikla mismun, sem nú er orðinn á öllu á þessu svæði, þá voru húsakynni fremur fátækleg og menlun alþýðu á fremur lágu sligi, jafnvel þótt borið væri saman við þá tíma. Nú mun ríkja þar almenn velvegun og alþýðumentun hygg jeg að þar sé eins og þar sem hún er best. »Vikur« nefnist svæðið írá Slraumnesi að Bjargtöngum. Eru það 3 vikur, er nefnasl Kollvík, næst Straumnesi, Breiða- vik og vestast, næst Bjargtöngum Látra- vik. Á þessu svæði er afarstutt til fiskjar eftir að fiskur er genginn. Er aðallega róið þar smáförum, 3ja og 4ra manna förum. Þegar eg var þar í vor áttu þeir Víkna- menn, að sögn, um 150—160 skp. af verkuðum fiski frá haustinu. Var það

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.