Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1916, Side 10

Ægir - 01.06.1916, Side 10
70 ÆGIR mestmegnis Labradorfiskur. Hafa Rauð- sendingar árum saman haft kaupfjelag eða pöntunarfjelag. Hafa þeir fengið þar nauðsynjar sinar einusinni eða tveim sinnum á ári frá út- löndum og sent sjálfir mestan hluta framleiðslu sinnar á erlendan markað. Hefur ólafur Thorlacius í Bæ á Rauða- sandi veitt fjelagsskap þessum forstöðu l'rá fyrstu. Var mjer sagt, að framfarir hrcppsins væri jafngamlar kaufjelagsskapnum og að hrcppsmenn ætti allmikið tje á vöxl- um, sem litið var eða ekkert áður en kaupfjelagsskapurinn hófst. í Páskavikunni voru Viknamenn að sitja um að koma fiski sinum til Patreks- fjarðar til þess að geta sent hann með Botníu til útlanda. En mjög gekk það tregt, því að veðr- áttan var afarstirð, en lendingar slæmar. Auk slæmra lendinga er það mjög til- fmnanlegt þessu bygðarlagi að þangað liggur enginn simi. Er það á öllum timum bagalegt að vanta sima en þessa verst á þessum erfiðn tímum fyrir öll viðskifti. Urðu Rauðsendingar að sitja dögum saman á Patreksfirði til að biða eftir símskeylum útaf kaupfjelagsskap þeirra. Eitt var það, er mjer geðjaðist ekki að hjá þeim Rauðsendingum. Nú hin siðustu árin hafa ýmsir úl- gerðarmenn tekið sjálfir að selja afla sinn á útlendum markaði og að panta nauðsynjar sinar utan við Kaupfjelagið. Þetta gæti auðveldlega orðið til þess að sundra fjelagsskapnum og orðið bygðar- laginu til hnekkis. Þvi stærri sem fje- lagsskapurinn er þvi minni verður rekst- urskostnaðurinn tiltölulega, auk þess sem einn fjelagsskapur treystir betur fjelags- böndin. Það verður þvi mjög alvarlega að ráða mönnum frá að gera mörg fje- lög úr einu fjelagi, en þvert á móti hvetja þá til að gera eitt fjelag úr sem flestum smáfjelögum. Á skirdag, sem að þessu sinni bar upp á sumardaginn fyrsta, hjelt jeg fund í Breiðuvik. Dró það mjög úr aðsókn að fundinum að þann dag var besta veður, logn og heiðrikja. Voru því margir að koma frá sjer fiski sem þeir ætluðu að senda með Botníu, sem fyr er sagl. Á fundinum flutti eg alllangt erindi og að þvi búnu var stofnuð þar deild með 14 meðlimum.. í stjórn þeirr- ar deildar voru kosnir: Þórarinn Bjarnason, Guðm. B. Ólafsson og Helgi Árnason, Að loknum fundinum og eftir að menn höfðu matast, skemtu menn sjer við söng og bljóðfæraslátt. Harmonium var þar í stofunni sem fundurinn var hald- inn og ljek einn fundarmanna mjög lag- lega á það. Um kvöldið var jeg fluttur á mótorbát inn á Patreksfjörð. Var þá veður tekið að spillasl af nýju. Til Vatneyrar kom jeg svo nálægt kl. 11 á Skirdagskvöld. Daginn eftir (Langafrjádag), var kom- inn auslnorðan stormur með lalsverðum snjógangi. Siðari hluta dagsins frjetti jeg að Bolnía mundi koma þá um daginn. jeg þá af að boða þegar til fundar, Þegar menn voru að safnast á fund- inn var Botnia að leggjast á höfninni. Af þvi leiddi að fundurinn varð frem- ur fámennur. Flutti jeg tölu þar á fundinum og að því búnu var slofnuð þar deild með 13 meðlimum. í stjórn þeirrar deildar voru kosnir: Ólafur Ólafsson skipstj. Davið Friðlaugsson og Kristján Guðbrandsson. Daginn eftir var blindbylur um morg-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.