Ægir - 01.07.1916, Blaðsíða 16
92
ÆGIR
skipi Græðisfjelagsins og vjelbálum Sig.
Rorvarðssonar og þeirra fjelaga.
Nýjar bryggjur hafa verið smíðaðar á
báðum siðastnefndu stöðunum.
Hjer i bænum eru fjögur síldverkunar-
pláss, bráðlega fullgerð, með bryggjum
við.
Tvö þeirra, á Grænagarði, voru að
miklu leyti fullgerð í fyrra, en hafa ver-
ið endurbætt mikið i sumar. Annað
þeirra á Magnús Magnússon kaupm., en
hitt 0. G. Syre. Tvö eða þrjú skip kvað
ætla að leggja þar upp i sumar. Innan
við Gróðrarstöðina á Stekkjarnesi, eru
þeir Axel og Helgi Ketilssynir að láta
byggja »plan«, og er það nær fullgcrt.
Vjelbátarnir Gylfi, Sverrir og Rask munu
eiga að leggja þar upp sild í sumar.
Loks er stærsla »planið« utanvert við
Torfnesið, en ekki fullgert ennþá. Eig-
endur: Jón A. Jónsson, Karl Olgreirsson,
M. Thorberg, Arngr. Fr. Bjarnason og
Sig, H. Þorsteinsson. (Vestri.)
Vitar og sjimerki.
Ingóljshöfðavitinnn er nú fullgerður óg
verður kveikt á honum 1. ágúst næst-
komandi. Vitinn stendur á austustu snös-
inni| (Kambi) um 272 m. í S. 25° A. frá
þrihyrningamælistað höfðans. Vitabygg-
ingin er 7 m. há, rauðmáluð járngrind
með 3. m. háu Ijóskeri ofan á. Hæð log-
ans yfir sjávarmál 66 m. Vitinn mun
sýna hvíta tvíblossa 6 sinnum á mínútu,
þannig: blossi 0,5 sek., myrkur 2 sek.,
blossi 0,5 myrknr 7 sek. Ljóskrónan 3.
flokks, sjónarlengd 17,5 sm. Fyrir skip,
sem komin eru suðvestur undir höfðann
nær landi en 3 sjómilur, getur vitinn
horfið undir Eiriksnef.
Leiðarstamar á Skeiðarársandi. Á þessu
sumrí verða settir upp á Skeiðarársandi 67
leiðarstaurar milli Hvalsíkis og Knappa-
vallaróss, sem mun gefa skipsbrotsmönn-
um leiðbeiningu um, hvaða stefnu þeir
skulu taka. Milli stauranna er til jafnað-
ar 1 km. Beggja meginn við alla stærri
ósa eru á staurana festir kassar, og eru
i þeim geymd kort og' prentaðir leiðar-
vísar á islensku, dönsku, þýsku, ensku
og frakknesku urn það, hvernig best sje
að ná til bygða. Venjulega er ein veru-
leg ófæra á þessu svæði, nú sem stend-
ur Svinafellsós, en þetta breytist og verða
staurum og leiðarvisirum jafnan breytt
eftir því, (sbr. Almanak handa islensk-
um fiskimönum 1916, bls. 100—101.
(Lögbirtingablaðið).
Heima
Skipastóll
Suæfellsnes- og Hnappadalssýslu (Slykkishólmi 1915).
Björn S. 14,13 Sæm. Halldórsson kaupmaður
Vega K. 23,22 sami
Haraldnr K. 27,55 sami
Alfta S. 15,19 sami.