Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1916, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.1916, Blaðsíða 14
90 ÆGIR sivalningana, sem eiga að koma við end- ann á Örfiriseyjargarðinum og Batteri- garðinum. Á árinu greiddi hafnargerðin 150,000 kr. vinnulaun til 110 manna, en bærinn úlborgaði á árinu 465,000 krónur fyrir verkið. Yíir sumartimann var til- íinnanlegur skortur skortur á mannaíla. Yfirverkfræðingurinn er N. P. Kirk. Veslmanncieijjcihöfn. Hringskersgarður- inn var framlengdur út lil 128 m. frá landi og búið þar fyrst um sinn um endan á honum, svo hann fengi slaðist vetrarbrimin. Hörgseyjrargarðurinn var orðinn 13 m. langur við nýár. Yfirverk- fræðingur er N. P. Kirk. í Bolungaivík hefur eftir áætlun Th. Krabbe landsverkfræðings verið unnið að framhaldi á brimgarðinum; 20 m. voru bygðir, og til þess varið um 15,500 kr. I norðanveðri 8. nóvember 1915 skemdist hinn nýbygði partur garðsins að miklu leyti. Á Siglufjarðavegri var eftir áætlun Jóns verkfræðings ísleifssonar og undir um- sjón Th. Krabbe landsverkfræðings gerð- ur sjóvarnargarður 270 m. langur. Yerk- ið kostagi um 15000 kr. 5. Rafraagnsstöðvar. 1. Eins og getið var um i síðasta »Ársriti«, var árið 1914 byrja að koma upp rafveitu í Vestmannaeyjum, en verk- inu, sem Ilalldór Guðmundsson rat'- magnsfræðingur hafði tekið að sjer, varð ekki lokið fyr en sumarið 1915. Allvakinn er 50 hestafla jarðoliuvjel (Dieselmolor) með 210 snúningum á mínútu, en rafmagnsvjeiin 35 Ivw með 1000 snúningum á mínútu; reimdráttur milli mólors og rafmagnsvjelar. Spennan er 350 volt, en lil spennuhækkunar við fyllingu rafmagngeymisins er notuð sjer- stök vjel (Motor-Dynamo). Geymirinn er »Tudor« nr. J10 með 270 amper- stunda geymslumagni. Til kælingar mótornum cr notaður sjór, sem dæll er upp úr brunni; dælan gengur fyrir rafmagnsmótor. Stöðvarhúsið stendur í miðju kauptún- inu og er 10 X 10 m. að ummáli með 10 X 4 m. hliðarbyggingu. Er ætlast til að hægt sje að koma fyrir i húsinu sið- ar annari vjel af sömu stærð. Leiðslurnar eru úr berum koparþráð festum á trjestaura. Götuljósin eru um 60 og um helm- ingur þeirra á sjerstakri leiðslu með ein- um slökkvara í stöðvarhúsinu, en hin lengd við götuleiðslurnar með sjerstök- um slökkvara fyrir hvert þeirra. Nær öll hús í kauptúninu, 250 að tölu, eru upplýst. Lampastæðin munu vera um 2000, en ljósmagn allra lampa lil samans samsvara 3000 16 kerta lömp- um. íbúarnir eru um 2000. Stöðin lcost- aði alls um kr. 70,000, þó að undan- teknum innanhúsleiðslum. Dieselmotorinn er frá Gúldnes Motor- Gesellschaft, Aschafienburg, en rafmagns- vjelin og annað rafmagnsefni frá Siemens Schuckert-fjelaginu. 2. í sambandi við nj'ja pósthúsið í Reykjavík var árið 1915, undir umsjón Guðmundar verkfræðings Hlíðdal, komið upp rafmagnsstöð i kjallara gamla póst- hússins. Aflvakinn er 12l/2 hestafia jarð- oliuvjel (Dieselmólor) frá »Aktiebolaget Diesels Motorer« í Stochholm, tengd við 7,5 Kw rafmagnsvjel, eem hvorttveggja er komið fyrir á einum járnramma. Snúningshraðinn cn 550 á minútu og spennan 110 volt. Auk þess er rafmagns- geymir »Tudor« nr. 15 með 135 amper- stunda geymslumagni. Stöðin er notuð til lýsingar í nýja pósthúsinu, símastöð- inni (gamla pósthúsinu) og Ingólfshvoli, húsi Oddfellow-stúkunnar, auk þess til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.