Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1916, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.1916, Blaðsíða 9
ÆGIR 85 um að geta náð í þær þegar þarf, mikils virði og það sýnir sig best nú, þegar þær tunnur sem ekki fást eru dýrastar. S. E. Skýrsla frá erindreka Fiskifjelags íslands erlondis til stjórnar Fiskifjelagsins. Til loka maímán. höfðu Norðmenn fiskað eins og eftirfarandi skýrsla sýnir, samanborið við undanfarandi ár. Afli 1916 1915 1914 Þorskur, mill. st 47,4 61,2 76,3 Þar af hert mill. st. 2,9 14,1 16,0 Saltað mill. st. 41,5 44,7 57,6 Gufubrætt lýsi hl. 55,769 49,052 54,143 Hrogn hl. 62,097 52,924 60,480 Veiðin er nú mjög á þrotum og eru bátar sem óðast að hætta, síðustu viku hættu um 1000 bátar og er þátttaka í veiðinni mikið minni en undanfarin ár og stafar þetla mjög mikið af vöntun af beitu, einkum norðarlega á Finnmörk- inni. Gufuskip og mótorbátar, sem fiska frá Aalesund hafa einnig fiskað lítið, og telja litla von um atla eftirleiðis. Sú breyting hefur orðið á verkun á fiski þeim, sem fiskast hefur á Finnmörk- inni frá þvi sem að undanförnu, að ekkert af fiskinum hefur verið verkað til útfluttnings til Rússlands (Russebe- handlet). Sú verkun hefur verið i þvi innifalin að bátarnir hafa verið úti i nokkra daga og íleigt fiskinum i lestina jafnóðum og hann aflaðist og svo stráð á hann salti að einhverju lej'ti. Þótt fisk- urinn skemdist við þannig lagaða aðferð þá hafði það ekkert að segja, hann var eins góð verslunarvara fyrir því. Undan- farin ár hefur hjerumbil 8/io hlutar af fiski þeim sem aflast hefur á Finnmörk- inni verið þannig verkaður og seldur lil Rússlands, en í ár ekki neitt. Verð á fiskinum hefur að undanförnu verið i veiðistöðunum norður frá, frá 40—50 aura kil. hausað og slægt. Lifur 150—190 aura líter. Til samanhurðar skal það tekið fram að verð á fiski undanfarin ár um sama leyli hefur verið: 1915 1914 13—23 aur. kil. 10—15 aur. kil. 1913 1912 8—12 aur. kil. 4—7 aur. kil. Þannig er verðið allt ag 10 sinnum hœrra en 1912. Síld. Vart hefur orðið lítilsháttar við sild í Norðursjónum síðustu daga. Þannig aflaði gufuskipið Kinn frá Bergen þ. 3. þ. m. 300 tunnur sem það seldi fyrir 65—70 kr. tunnu. Hollenskt gufuskip kom einnig um sama leili inn til Bergen með 35 tunnur sem scldust á 100 kr. tunn- an. Norður með ströndum Noregs hef- ur einnig orðið vart á stöku stað bæði í reknet og snyrpinætur, og hefur verðið verið frá 55—80 kr. málið. Verð á fiski og fiskajurðum hefur sið- ast verið skráð á kauphöllinni i Bergen þann 10. þ. m. Meðalalgsi, óhreinsað 450 kr. Annað hjsi, 350—370 kr. Vor-sild hefur selst á 110 kr. lílil verslun. Hrogn hafa lækkað, lítil verslun. Salt, frá Miðjarðarhafi 12,00 kr. 140 lilrar. Enskt salt, 9,50 kr. 140 lílrar. Síldarveiði Norðmanna Tið ísland. Ræðismaður Breta í Bergen, hefur 2.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.