Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1916, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.1916, Blaðsíða 15
ÆGIR 91 reksturs lyftivjelar í nýja pósthúsinu og fyrir ljósböð o. fl. á lækningastofu Jóns Kristjánssonar nuddlæknis. Leiðsluefnið i húsunum er að mestu leyti frá fjelaginu Siemens Schuckert. Stöðin án hústauganna kostaði um 15000 krónur. (Timaril Verkfrœðinga/jclags íslands.) r Islenskur hugvitsmaour. Jón S. Espholin vjelfræðingur, hefur fundið upp nýja bifvjelagerð (Motor), sem sjefræðingum i þeirri grein geðjast mjög vel að. Jón hefur lagt stund á ýmsa vjelfræði erlendis i mörg ár, var til dæmis lengi í þjónustu Burmeister & Wain. Siðastl. ár var hann hjer lieima og fullgerði þá teikningarnar af bifvjel sinni, og fór með þær utan i nóvbr. siðastl. Þegar til Kaupmannahafnar kom, fjekk hann þegar ýms tilboð um smíði á vjelinni, og sneri hann sjer að síðustu að nafnkunnri bifvjelarverksmiðju þar, sem þegar tók til starfa við smiðið, eftir teikningum og uppdráttum Jóns. Þetta er fyrsta bifvjel, sem búin er til af íslendingi, og er ánægjulegt að allar likur eru til að gerðin reynist mæta vel. Ættu úgerðarmenn nú að taka höndum saman og styðja Jón til þess að koma á fót bifvjelaverksmiðju hjer eða í Reykja- vik, svo atvinna aukist í landinu og arð- urinn af þessari alislensku uppfynding lendi ekki i erlendar hendur. Nýkomin brjef frá Jóni segja, að smíði fyrstu vjelarinnar miði vel áfram. »Esp- hólinmólor« á barnið að heita. Einn af kostunum er sá að 12—15 hesta »Esphól- inmótor« tekur ekki meira rúm og eyðir ekki meiri olíu, en t. d. 8 hestafla »Hein- mótor«. Nú er Jón að gera teikningu af skipabifvjelum, 25—30 hestafla, með ein- um »Cylinder«, og 50—60 hestaíla, með tveimur »Cylindrum«. Annars hefur hann liaft umsjón með bygging 4 mótorskipa í vetur og þegar því er lokið, kemur hann hingað heim, snögga ferð. Þá hefur hann fyrsta »Esphólínsmótorinn« með sjer ef hann verður fullgerður. (Norðurland.) Síldveiðarnar við ísafjarðardjúp. Eftir þvi sem ráðgert er munu sild- veiðar verða reknar hjeðan i stærri stíl í sumar en áður. í hitt eð fyrra var fyrsta tilraun gerð með herpinótum eða snyrpinótum af vjelbát lijeðan og hepn- aðist sú tilraun vel. í fyrra gengu hjeðan 6 vjelbátar á sildveiðar, og öíluðu sam- tals um 9200 lunnur. Var það betri aíli en samskonar vjelbátar fengu yfirleitt nyrða. — Þetta hefur leitt til þess að útgerðarmenn stærri bátanna hjer, hafa nú flcstir fengið hringnætur og báta, og ætla að reka síldveiðar í sumar. Auk þess ætla og nokkur norsk skip að hafa bækistöðvar sínar hjer vestra. Frá þessum stöðvum liefur Veslri heyrt að reknar verði sildveiðar i sumar: Frá Hvalveiðastöðinni »Heklu« i Hest- eyrarfirði, af tveimur norskum gufuskip- um. í Álftafirði, frá báðum gömlu hval- veiðastöðvunum þar: Dvergasteinseyri, sem E. Rokstad i Rvík., o. fl. hafa keypt, af einu eða fleirum gufuskipum, og á Langeyri af »Jarlinum«, botnvörpu-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.