Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 11
 ÆGIR 25 Sigurður Bjarnason 34 — Rorbergur Kristjánsson 34 — Eskifirði 25. jan. 1918. Friðrilc Steinsson. Skýrsla frá sjómannanámsskeiði íVestmannaeyjum. Námsskeiðið var selt 1. október og stóð lil 23. desember að undanskildum 3 vik- uin, sem ekki var liægt að kenna vegna veikinda. Um inntöku á námsskeiðið sótlu 23, en af þeim höfðu að eins 8 réttindi til að ganga undir próf, en hinir 15 gengu á unglingaskólann i því augnamiði að ganga á sjómannanámsskeiðið strax og þeir hefðu réttindi til að ganga undir próf þar. Við námsskeiðið var kent, auk þess sem fyrirskipað er i lögum frá 3. nóv. 1915, enska, íslenzka og danska og í sjómanna- fræði Samankobling og leiðarreikningur, einnig almennur reikningur. f'róf var haldið 23. desember og tóku S af nemendunum próf en 3 gátu ekki tekið próf sökum veikinda. Prófdómendur voru auk undirskrifaðs l'Iannes Jónsson liafnsögumaður og Finn- 5j°gi Björnsson stýrimaður. ^eir sem tóku próf voru þessir: Guðlaugur Brjmjólfsson, formaður 35 stig Arni þórarinsson, formaður 35 » Guðniundur Helgason, formaður 35 » Hans Peter Andersen, formaður 35 » Guðni Sigurðsson 34 » Vestmannaeyjum, 6. janúar 1919. Sigfús Scheving. „Fáninn". Nýverið fekk eg bréf frá kunningja míu- uin sem, er liann skrifaði bréfið, var stadd- ur á Lagos Bay í Portugal. Bréfið endar svo, þú lœtur engan sjá, en þar eð mér virðist svo, sem sá kafli þess, sem eg slelst lil að birta, komi fleirum við en mér einum og í þeirri von að kunningi minn fyrirgefi mér þetta og sjái það, að slíkt atriði ekki má liggja hjá einum eða tveim mönnum, þá set eg hér kafla úr bréfinu, svo hann komi fyrir almennings sjónir. ........Við þurfum að fá fána vorn sem fyrst inn í hina alþjóða signalbók, hún er i hverju útlenzku sltipi, á hverri signalstöð o. v„ það væri sá fljótasti og réltasti máti að tilkynna hinn nýja fána út á við. Beiðni um slíkt sendist til Board of Trade eða í gegnum utanrikisstjórnina til hinnar ensku, en Board of Trade kem- ur þessu í framkvæmd. í sambandi við þetta væri ekki úr vegi að fá nokkur íslenzk staðarnöfn sett i signalbókina, bæði bæjanöfnin og heiti hinna helztu kauptúna auk heiía á ýmsu með ströndum fram og nöfn á helztu íiski- verum. Fyrir heila þjóð og sérslaklcga þar sem um stórt land er að rreða, er hlægilegt að sjá þau nöfn í signalbókinni, sem tákna eiga helztu viðkomuslaði skipa á íslandi og hin nauðsynlegustu leiðarörnefni. í Norsk Signalbog frá 1914 stendur svo: Island, Reykjavik, Sveinseyri, Talknafjord, Dyrefjord, 0fjord, Hólar, Seydisfjord. þetta er alt. Skyldu erlendir farmenn vita mikið um landið okkar af þessum skýringum. Að skaðlausu mætti sleppa úr 2—3 nöfnum af hinum umgetnu, eru þá eftir 5 nöfn í bókinni, sem nota má.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.