Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 13
ÆGIR 27 Stöðvarfjörður, Hvalbakur (sker), Djúpivogur, Eystrahorn, Vestrahorn, Mýrabugt, Hornafjörður, Ingólfshöfði, Meðallandsbugt, Vik, Portland, Vestmannaeyjar, Eyrarbakkabugt, Stokkseyri, Eyrarbakki, Roriákshöfn, Grindavík, Geirfnglasker, Eldey, Reykjanesröst, Reykjanes, Faxaflói, Keflavík, Hafnarfjörður, Grótta. Hegg eg svo þennan kafla bréfsins und- u' dóni almennings, því mér finst hann ^arða svo marga. í það minsta mundi nafnafjöldinn benda útlendingum á, að ^ér er um engan smáhólma að ræða. — Annars mundi ekki ótilhlýðilegt, að ein- hverjir sem niœttu og gœtu vildu gagnrýna döusku skipaskrána og benda útgefendum hennar á allar þær vitleysur, sem þar ár eftir ár eru endurteknar í kalla þeim, sem telur upp skipastól íslands. Rvík 25. febrúar 1919. Sveinbjörn Egilson. tJv Eyjaíirði. 24. janúar. Nú er veturinn hálfnaður og hefir hann verið liinn bezti og liagstæðasti til lands og sjávar. Finna menn einkum til mis- munarins á veðráttunni þessa dagana, þar sem nú er frostlaust dag eftir dag, en í fyrra voru frostgrimdir miklar frá 5. jan. fram til þorrakomu. Innarlega á Ej'jafirði hefir verið óvana- lega mikill aíli af stútungsfiski í allan vetur, frá því um veturnætur og til þessa tíma og nokkur afli annað veifið af stórri spiksíld, sem veidd hefir verið í lagnet og seld til beitu og á frystihús hér. Verð á þessari síld hefir verið um 20 kr. tunnan upp úr sjónuin. Nokkuð af þessari sild frosinni fer nú til Faxaflóans með þremur vélskipum, sem ætla til Sandgerðis til þess að stunda þar línu-þorskveiðar fram undir vorið. Við fiskaflann hér á innfirðinum í vetur liafa margir haft góða atvinnu, og Akureyrarmenn flesta daga getað fengið keyptan nýjan fisk til matar. Verðið á honum afhöfðuðum hefir verið 30 au. kg, en 20 au. með höfði og slógi. Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir létu byggja hér í haust stórt og vandað frysti- hús á Oddeyrarlanga. Er það þegar farið að gera gagn fyrir beitugeymsluna. Fiskifélag íslands styrkir hér námsskeið i stýrimannafræði, sem stendur á Akur- eyri. Njóta þar 11 menn lilsagnar. 5 af þeim ælla að taka próf til að fara með minni skip en 30 tonn, en liinir fá tilsögn til þess að vera nokkuð búnir undir að fara á stýrimannaskólann í Reykjavík. B. J.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.