Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 20
34 ÆGIR sumar. Laxinn seldu þeir til Akureyrar A 1 kr. kíló upp iir ánni, en flöttu hann svo og söltuðu fyrir kanpanda og flultu til Húsavíkur. Þaðan var hann sendur með skipi til Akureyrar á kostnað kaupanda. Fiskafli var með belra móti á Skjálf- anda árið sem leið, og vélbátaveiði þar mun alment hafa geíið arð en hitt, þegar öllu er á botninn hvolft og væntanleg upp- bót á íiskverðinu kemur til greina. Róðr- arbátar munu og hafa haft þar góðan ár- angur af sjósókn og liöfðu fisk á flóanum fram undir jól. Nákvæmari skýrslu um verð á Húsavík býst eg við að fá og senda Ægi síðar, og fer því nú eigi fleiri orðum um aflabrögðin þar. Það er áhugamál Húsvikinga, að koma þar upp i þorpinu mislitum leiðbeiningar- ljósum, sem geti sýnt skipum er þar koma í myrkri hvar þau skuli kasta atkerum. þorsteinn heitinn Sveinsson raðnnaulur sagði mér í haust, að Fiskifélagið mundi kosta luktirnar. Þingeyingar virðast mörgum fremur hafa opin augu fyrir nytsemi samvinnu og fé- lagsskapar. Á Húsavík er féiag er nefnist »Fisksölusamlag«, eru flestir útvegsmenn í þeim að undanskyldum kaupmönnum. Kaupfélag Þingeyiuga styður samlagið. Félagsmenn afhenda samlagsstjórninni fisk- inn af bátunum afhausaðan og slægðan. Stjórnin lætur svo verka hann og gera að verzlunarvöru það sem hún selur eigi í sveitirnar. Samlagsmenn fá útborgað áætl- að verð þegar þeir afhenda fiskinn, en fullnaðarskil á verðinu þegar aflinn allur er seldur. Eigi er minna vert um félagsskap þann í Mývatnssveit, er nefndur er »Veiðisam- lagff, og stofnað hefir verið i þeim tilgangi að koma skipulagi á silungsveiði i Mý- vatni, auka hana með silungsklaki og gangast fyrir að silungsnet séu svo stór- riðnð, að þau taki eigi minni silunga en 12 þumlunga og að smærri silungum sé slept úr ádrætti, sem og að dorgveiði verði að einhverju leyti takmörkuð þegar mikið krækist af smásilungi. Það vakir fyrir veiðisamlagsmönnum, að drepa sein minst af silungnum meðan hann er innan við 12 þumluuga, en einalt erfitt að ráða við það á dorgi. Af Húsavík fór eg til Mývatns til að kynna mér helztu silungsklakstöðina þar hjá Árna bónda i Garði. Klakkassarnir eru í torfhúsi í túnfætinum, og rennur ekki sárkaldur uppsprettulækur gegnum lnisið, og standa kassarnir niðri í lækjar- vatninu, í göflum þeirra er þélt vírnet svo vatnið slreymir í gegnum þá. í húsinu voru nú 12 kassar með hrognum í. Kassarnir voru um 47 centimetrar á lengd og 34 cm. á breidd, Gróf möl var á kassabotn- inum. Hrognin höfðu verið tekin i kassana seint í nóvember. Þarf þá að ná hún-sil- ungum (gálur nefna Mývetningar þá) með sem næst fullþroskuðum hrognum og hann- silunguin (hængum) til að fá svilmjólk- ina að frjófga hrognin með. Því nær dag- lega þarf að gæta þess að hreinsa úr köss- unum þau hrogn sem eru dauð, svo þau sýki eigi þau sem líf er i, og þykir það kuldaverk. Venjulega eru silin farin að lireyfa sig úr hrognunum eftir 70 daga og eftir aðra 70 daga eru þau laus við kvið- pokann. Þau þurfa enga fæðu meðan þau hafa kviöpokann, en eftir að þau losna við hann þurfa þau eitthvað að eta. Við Mývatn eru sílin þó eigi fóðruð í kössun- um, heldur er þeim slept í vatnið þegar þau þurfa að fá að eta. Þau eru þá flutt þangað sem eigi er mjög grunt og grýttur botn, svo þau geli falið sig undir steinun- um fyrir óvinum sinum. Silungsklak er og á tveim öðrum bæjum við Mývatn, en að sögn eigi eius mikið og í Garði. í heiðinni milli Bárðardals og Mývatns er bær er nefnist Hörgsdalur, bóndinn þar heitir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.