Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 21
ÆGIH 35 Helgi Árnason. Tjörn er skamt frá hæ hans. Faðir hans mun hafa byrjað á silungs- klaki við tjörnina og Helgi hefir haldið því áfram. í frostavetrum hefir tjörnin viða botnfrosið og nokkuð af silungnum drepist, en Helgi bóndi hefir brátt fjölgað honum aftur með klaki. Mývatn mun vera eitt af beztu veiði- vötnum landsins og mikill gróði á veiðinni á einni eða tveirn jörðum. Mest er það bleikja sem veiðist og eitlhvað nokkuð af urriða. Veiðin þótti fara minkandi fyrir nokkrum árum, en þá var Veiðisamlagið stofnað og byrjað á silungsklaki fyrir 7 árum og því viðhaldið fiest ár siðan, er nú veiðin aftur að aukast og er það þakk- að klakinu. í hreppstjóraskýrslu er það gefið upp, að 1916 hafi veiðst 16050 sil- ungar, 1917 21775 silungar og 1918 40080 silungar, var nokkuð af því ungviði er fékst á dorg og þótti sumum of mikið ^íf þvi veitt og vilja láta takmarka dorgveið- ina og eins friða riðblettina í vatninu um gottímann frá göngum til nýjárs. Hrepp- stjórinn við Mývatn sagði mér, að jafnað- vigt á silungi er veiddist í vatninu mundi vera sem næst 1 pundi. 2/s af veiðinni 1918 aflaðist frá einum bæ (Geiteyjar- strönd), þar veiðist mikið af svonefndum hitasilungi á sumrum, þótt skilyrðin fyrir silungsklaki séu betri við Mývatn en við mörg önnur vötn og ár á landinu, er lítill vafi á að víða mætti hafa það og gæti að gagni orðið. Eiga Mývetningar heiður skilið að hafa riðið á vaðið i þessu máli og aflað mönnum inn- lendrar reynzlu. Samtök þeirra um að drepa sem minst af silungsungviði er og lofsverð og eftir- kreytnisverð. Silungur gengur víða í ár á vorum frá sjó og til sjávar aftur á haust- Um, er þá sumstaðar dregið fyrir við ár- ósana með smáriðnum netum og allar bröndur sem nást drepnar, í stað þess að þá ætti að sleppa öllum smásilungi og eins ætlu netin sem lögð eru i ár og vötn eigi að vera mjög smáriðin. Eg er sanr- dóma herra Guðmundi Davíðssyni, sem gaf út bækling um fiskklak árið sem leið, að mikið mundi mega auka veiði i ám og vötnum með klaki og skynsamlegri veiði- aðferð og veiðifriðun vissa tíma, í febrúarmán. 1919. Biörn Jónsson. Skrápskór. Stundum, þá er ilt hefir verið til skæða- skinns hér á landi, hafa menn notað há- karlsskráp til skæða. En aldrei hefir það reynzt svo vel, að það hafi orðið faslur siður. Mun miklu hafa um valdið að menn kunna hér enga aðferð til þess að verka skrápinn svo vel að dugi. Bandaríkjastjórn hefir lagt hald á alt leður af kúm og hestum þar í landi handa hernum og þess vegna hafa skósmiðjurnar neyðst til þess að afla sér einhvers í stað- inn. Varð þeim það fyrst fyrir að leita til sjávardýranna, og nú eru þær farnar að smíða skó úr hákarlsskráp, roðum og hveljum af ýmsum sjóskepuum. Hafa verið settar á fót margar veiðistöðvar bæði á Atlantshafsströnd og Kyrrahafs, til þess að veiða hákarl. Og sútunarverksmiðjurnar gefa 15 til 17 cent fyrir pundið af skrápn- um. Hafa þær fundið aðferðir til þess að gera úr honum ágælt leður í skó handa konum og börnum. Auk þess má nola skrápinn sem sólaleður, og til þess að smiða úr honum ferðakoffort og þess háttar. Eru nú þegar 50 mismunandi teg- undir af sútuðum skráp komnar á mark- aðinn í Bandaríkjunum. Sennilega verður þetta til þess að gera hákarlsskráp að betri markaðsvöru heldnr

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.