Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.1919, Blaðsíða 8
22 ÆGIR læknir Brynjólfnr Björnsson og banka- stjóri Magnús Sigurðsson, kosnir til 4 ára. Á fundinum voru alls mættir 15 fé- lagsmenn, og af þeim var einn, Svein- björn Oddsson frá Akranesi. Hann tal- aði um nauðsyn þá, er bæri til þess að reyna að fá Faxallóa friðaðan fyrir boln- vörpuveiðum, þar eð róðrarbátaútgerð væri nú þegar orðin mikil, en mundi að öllu leggjast niður, eins og raun heíir orðið á áður, ef yfirgangur sá, er áður var hjer í Flóanum, byrjaði á ný. Mál þetta var lítið rætt, enda litlar likur til þess, að landhelgislínan fáist færð, en óhugsandi er það þó ekki, ef friðarfund- urinn tæki slík mál til meðferðar og ís- land hefði þar fulltrúa, sem talaði fyrir þessu máli og öðru, sem nauðsyn bæri til. — Fleira gerðist ekki á fundinum. ^lal/stilur ,framtilarimiar‘ á €yrarbakka. Ár 1919, 31. janúar hélt fiskifélagsdeild- in »Framtíðin« á Eyrarbaklca aðalfund sinn í húsinu »Fjötni«. Fundarstjóri Guðmundur Sigurðsson, skrifari Einar Jónsson. Þar var: 1. Lesinn ársreikningur deildarinnar og samþyktur alhugasemdalaust. 2. Kosin stjórn til næsta starfsárs, og hlutu kosningu þeir: Guðmundur ísleifs- son, með 47 atkv., Sigurjón Jónsson, með 18 atkv., Einar Jónsson, með 15 atkv. Varastjórn: Jóhann E. Bjarnason, með 13 alkv., Ingvar Jónsson, með 10 atkv. og Guðfinnur Þórarinsson, með 13 atkv. End- urskoðendur þeir: Jón Einarsson, með 23 atkv., Þorkell Þorkelsson, með 19 atkv., til vara þeir: Guðmundur Jónsson, með 10 atkv. og Guðmundur Sigurðsson, með 10 atkv. 3. Salt og samkaup í því. Málshefjandi Guðmundur ísleifsson, benti á að formenn þyrftu að vera vakandi í því máli, og nú hefði salt lækkað og einhver ráð yrði að hafa að ná í það, þar sem ónóg salt væri hér fyrir. Jóhann Jóhannsson kvað formenn Þor- lákshafnar myndu fyrst koma sér saman um einhver ráð að ná í saltið þegar í verið væri komið. — Tillaga kom frá Guðm. ísleifssyni þannig hljóðandi: »Fundurinn felur stjórn fiskifélagsdeild- arinnar »Framtiðin« að fara þess á leit við formannafélag Þorlákshafnar, að hún leyfi þeim sjómönnum og útgerðarmönn- um á Eyrarbakka, er þess óska, að vera í félagi við sig um væntanleg saltkaup til næslu vertíðar«. Urðu svo um þetta nokkrar umræður fram og aflur, kom svo fram tillaga frá Guðmundi Jónssyni þannig hljóðandi: »Það er lillaga mín að fiskifélagsstjórnin ásamt formönnum hér, lílvegi salt sem nægi Eyrarbakka veiðstöð, en formanna- félag Þorlákshafnar liugsi um Þorlákshöfn, en samkaup eigi sér stað ef hagnaður er að því«. Tók þá Guðm. ísleifsson sína tillögu aftur, var svo tillaga Guðm. Jónssonar borin undir atkvæði og samþykt í einu hljóði. 4. Veiðarfæri. Málshefjandi Guðm. ísleifs- son talaði uin hver vandræði væri með veiðarfæri og benti á, að eitthvað þyrfti að gera í því máli, og áleit réltast að fela það forinannafélags- og deildarstjórnum liér til frekari aðgerða, þegar hægt væri: skýrði frá að alt væri búið að gera sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.