Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 9
ÆGIR 79 „Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifé- lagsins, að leggja ríkt á við erindreka þess, að þeir fræði menn um samvinnu- mál og reyni að glæða sem bezt áhuga á þeim.“ Klak. par var borin upp eftirfarandi tillaga og samþykt: „Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélags- ins að veita hæfum manni styrk til að læra klak í ám og vötnum, enda starfi hann hér á landi að loknu námi.“ Símamálið. petta mál var tekið á dag- skrá af tilhlutun Vestfirðingafjórðungs- þings, um símaleið um Norður-ísafjarð- arsýslu. Tillaga samþykt: „Fiskiþing íslands álítur það nauðsyn- legt, vegna sjávarútvegs og meginþorra landsmanna og héraðsbúa, að sími verði hið allra bráðasta lagður um norður- hreppa ísafjarðarsýslu og bendir á þá leið, sem fjórðungsþing Vestfirðinga og sýslunefnd ísafjarðarsýslu liafa samþykt. Leyfir Fiskifélagið sér, að skora á Al- þingi,. að beitast fastlega fyrir, að síma- lagning þessi verði framkvæmd nú þeg- ar.“ Auðkenni á veiðafærum. Samþykt til- laga: „Fiskiþingið skorar enn á ný á Alþingi, ri að setja lög um merking veiðafæra ogií! nánari reglur um skrásetning merkj- anna.“ Stýrimannaskóli á ísafirði. — Tillaga þessi samþylct: „Fiskiþingið skorar á ný á Alþingi, að stofnaður verði sem allra fyrst stýri- niannaskóli á Isafirði, er geri sömu kröf- ur og veiti sömu réttindi og fiskiskip- stjóra deild Stýrixnannaskólans í Reykja- vík, og að i sambandi við hann verði kom- ið á fót nauðsynlegri kenslu i mótorfræði fyrir vélstjóra og skipstjóra á fiskimótor- bátum, og einnig verklegri kenslu i sjó- naannastörfiun. Einnig skorar Fiskiþingið á Alþingi, að efla og fullkomna Stýrimannaskólann í Reykjavík sem mest.“ Atvinnulöggjöf við fiskiveiðar. Tillaga borin upp og samþykt. „Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélags- ins, að íhuga grandgæfilega alt, er að þessu máli lýtur, til næsta Fiskiþings.“ Fiskimatsnefndin leggur fram álit sitt, og var það samþykt. Leiðbeiningar er innlendir fiskimenn veita útlendum fiskiskipum. Um þetta atriði urðu alllangar umræð- ur, og að loltum var svohljóðandi tillaga borin upp og samþykt: „Fiskiþinginu hefir borist til eyrna, að hérlendir menn hafi tekist á hendur, að leiðbeina útlendingum á fiskimið vor. Jafnframt því að lýsá megnri óánægju yfir þessu athæfi, felur það stjórn Fiski- félagsins, að víta opinberlega þennan ósóma.“ Bjargráðamálið (Björgunarskip). Til- laga samþyld: í fullu trausti þess, að stjórn Fiskifé- lagsins haldi málinu áfram, tekur fund urinn fyrir næsta mál á dagskrá.“ Námskeið fyrir matsveina. pví vísað til fjárhagsnefndar. Um styrk til Norðlendinga til að kosta mann til að læra að leiðrétta áttavita, vís- að til fjárhagsnefndar. Byggingrsjóður Fiskifélagsins. Tillaga borin upp og samþykt: „Sjóður sé stofnaður, er nefnist „Bygg- ingarsjóður Fiskifélags íslands“. I þennan sjóð greiði Fiskifélagið árlega 1000 krón- ur, unz næglegt fé er fengið til húsa- byggingar, og skorar Fiskiþingið á stjórn- ina að beita sér fyrir rnálið, og semja reglugerð fyrir sjóðinn og tryggja sér lóð.“ Á fundinum gáfu sumir fundarmenn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.