Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1919, Side 13

Ægir - 01.07.1919, Side 13
ÆGIR 83 gamla vin vinn, Brynjólf Bjarnason Eng- ey, hann mun vist eitthvað ráma í það, því eigandi skipsins er hann talinn i skipa- skránni. Var högginn upp í Hlíðarhúsa- sandi. 15. „Velocity“, sökk fyrir utan Gufu- nes um 1910 og stóðu mastratoppar upp úr sjónum í mörg ár. 16. „Niels Vagn“, rifinn hér i Reykja- vík. 17. „Skutulsey“, eigandi Otto N. por- láksson, rak mannlaus til hafs fyrir mörgum árum, og hefir ekki sézt síðan. í skránni eru talin 42 gufuskip og 113 seglskip. Af þeim eru að minsta kosti 8 gufuskip talin, sem hér eru alls eigi til, og 17 seglskip, sem sama er um að segja. Miljónafélagið gamla A.s. P. J. Thor- steinsson & Co. er talið 9 sinnum sem eigandi skipa, og þó er það félag hætt að starfa, og aðrir eigendur orðnir að skipa- stól þess fyrir löngu. þctta leyfi eg mér að benda á, svo að þessi skipaskrá verði ekki lögð til grund- vallar hins íslenzka skipalista, þegar hann verður gefinn út, eins og gert var 1914. Margt fleira getur verið, sem athugun- ar þarf, við skipaskrána,en eg læt hér stað- ar numið og vík að öðru atriði, sem vert er að athuga. þegar vér blöðum i skipaskránni, þá sjáum við þegar, að dönskum gufuskip- mn er lýst i 17 dálkum, þannig: 1. Signal- bókstafir skipsins, 2. nafn þess og skip- stjórans, 3. tegund, reiði og efni, 4. liest- öfl vélarinnar, 5. livar smiðað, hver sé smiður og hvaða ár smíðað, 6. flokkunar- félag og flokkur skipsins, 7. seglfesta, 8. kolabirgðir (í smálestum talið), 9. lengd skipsins, 10. breidd, 11. dýpt, 12. Register tonn undir þilfari, 13. brúttó tonn; (di-eg- ið frá eftir brezkum reglum), 14. vélarúm, 15. ibúð, 16. netto tonn, 17. útgerð og eigendur. Mc’)torsldpiim er einnig lýst í 17 dálkum og' seglskipum i 10. þá athugum við hvernig íslenzku skip- unum er lýst í viðbætinum, og tökum okk- ar helzta skip, „Gullfoss“, þar segir svo: 1. signalbókstafir, 2. nafn skips og skip- stjóra, 3. tegund, reiði og efni, 4. hest- öfl vélar, 5. hvar og hvenær smíðaður, 6. flokkunarfélag og flokkur, 7. dýpt (engin lengd né breidd), 8. brúttó tonn, 9. nettó tonn, 10. útg'erð og eigendur — og þar með búið. — Seglskipin fá 9 dálka. Hverju dönsku gufuskipi er lýst yfir alla opnu bókarinnar, en lýsing hinna islenzku nægir á hálfri opnu. Eins og eg hefi áður getið um, er þessi skipaskrá yfir íslenzku skipin að eins við- bætir við hina fullkomnu dönsku, og er mér nær að halda, að það sé einkum gert vegna signalbókstafanna, því öll skipin hafa þá, og að því leyti eru þau þekkj- anleg á sjónum, er þau sína merki sín. pað rekur að því, að við verðum að fá árlega slcrá yfir íslenzlca flotann. pað geta orðið um 8—900 fleytur, sem minnast þyrfti á í þeirri bók; ætti hún þvi að vera vönduð og prýdd íslenzku fánunum á káp- unni og innihald það vandað, að ekki væri ár eftir ár verið að eyða pappir, vinnu og prentsvertu til þess að minnast á skip, sem annaðhvort eru orðin íbúðarhús, komin í eldinn fyrir löngu eða sigla sem eign annara landa. Að þessu verða íslendingar að vinna sjálfir, enda munu Danir enga skyldu hafa haft til að semja skrá yfir okkar skip. Okkar var, að leiðrétta hjá þeim það, sem þeir gátu ekki vitað um skipastól vorn, bæði eigendaskifti, sölu og strönd. en engum hefir þótt vert að minnast á það, við þá, sem hlut áttu að máli. — því er nú komið sem er, að vit- leysur þær, sem eg hér bendi á, getum við skrifað bjá okkur sjálfum en ekki hjá þeim. Fyrir viðbætirinn, íslenzku skipa-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.