Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 10
80 ÆGIR sjóðnum fé, og var hann með því stofn- aður. Erindrekastarfið innanlands var af þing- inu lagt niður, og í stað þess ákveðið, að 4 fjórðungserindrekar starfi. Ráðningaskrifstofa fyrir verkafólk og fiskimenn. Samþykt var, að Fiskifélagið, 'í sambandi við Búnaðarfélagið, Alþýðu- sambandið og Útgerðarm.félagið, komi á fót ráðningaskrifstofu í Reykjavík. Tillaga samþykt: „Fiskiþingið ályktar, að fela stjórn Fiskifélagsins, að leita samkomulags við stjórn Búnaðarfélagsins um það, að sam- vinna verði á milli Fiskiþingsins og Bún- aðarþings, þegar þau eru háð, og væntir þess, ef samkomulag næst, að báðar stjórnirnar undirbúi málið til næstu þinga.“ Vátryggingar. Frá nefnd þeirri, er starfaði í þessu máli, lcom fram svolátandi lillaga, og var hún samþykt: „Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélagsins að gera sitt ítrasta til að fá lögum og reglugerð um Samábyrgðarfélag Islands breytt í þá átt, að vélbátaeigendum og ábyrgðarfélögum verði gert auðveldara að sldfta við stofnunina, og' leita fyrst álits f j órðungserindrekanna. Verðalgsnefnd saltfiskssölu 1918 legg- ur fram lillögur um uppbót á fiski þeim, er seldur var með lægra enska verðinu, verði jafnað niður á seljendur. Nefndin var skipuð vegna umkvartana um atriði þctta, er bárust Fiskiþinginu. Erindreki erlendis. Um það starf urðu nokkrar umræður, og var eftirfarandi til- laga borin upp og samþykt: „Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifé- lagsins, að liún sendi erindrekann í útlönd- um þangað, sem hans álísts mest þörf, og bendir sérstaklega á Spán og Ítalíu.“ pá kom fram tillaga, sem samþykt var i einu hljóði: „par eð alltítt er orðið, að mótorbát- ar og ýms önnur skip, sem ekki eru ætl- uð til farþegaflutninga, flytja fjölda far- þega, bátarnir og skipin oft ofhlaðin af fólki, illa útbúin og stundum alls óhæf til mannflutninga, og þvi bersýnilegt, að stórslys getur af lilotist, ef ekkert er að gert, því skorar Fiskiþingið eindregið á landsstjórnina og Alþingi, að nú í sumar verði samin og samþykt í þinginu lög um farþega flutninga með íslenzkum skipum og eftirlit með þeim, og vill Fiskiþingið láta þess við getið, að mál þetta þolir enga bið, ef ekki á neitt ilt af að hljótast.“ Sala á kolum, salti og- steinolíu. Svo- hljóðandi tillögur bornar upp og samþ.: „1) Með þvi að umkvartanir hafa borist Fiskiþinginu um það, að steinolía sé seld bærra verði úti um land en í Reykjavík, en sanngirni virðist mæla með því, að hún sé jafn dýr á aðalhöfnum landsins sök- um einkasölu á benni, ályktar Fiskiþing- ið, að skora á landsstjórnina, að hlutast til um það, að steinolía sé seld jafn dýrt í aðalkauptúnum landsins og framvegis fáist hún keypt í öllum fjórðungum lands- ins á öllum ársins tímum. 2) Vegna hins liáa verðs, sem nú er á steinolíu, skorar Fiskiþingið á Alþingi, að taka steinoliu- mábð til alvarlegrar íhugunar á þessu þingi og leitast við að finna leið til þess að fá verðið lækkað með þvi, meðal ann- ars, að flytja steinolíu beint tíl helztu hafna landsins, og selja hana þar við skipshlið.“ — í sambandi við þetta var borin upp og samtþykt þessi tillaga: „Fiskiþingið skorar á Alþingi, að afnema öll böft af verzlun landsins, bvað nauð- synjavörur snex-tir.“ Erindreki erlendis. í þvi máli var sam- þykt þessi tillaga: „Fiskiþingið skoi'ar á stjórn Fiskifé- lagsins, að hún sendi erindrekann í út-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.