Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 17

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 17
ÆGIR 87 Reykjavíkur, getur skekkja áttavitans orð- ið alt að 10° austlæg, nálega 1 strik, svo kemur bil, þar sem engin skelckja hefir verið athuguð, en fyrir norðan Álftanes- ið byrjar hún aftur og er þá vestlæg, og nær hámarki sínu fyrir utan Engey, alt að 20° vestlæg. Hér er það sjávarbotninn, sem á áttavitann verlcar, og allir hljóta að skilja það, að fyrir framandi menn getur þetta verið villandi og skipum þar af leið- andi stýi’t öðru vísi en vera skyldi. pó það hafi máske ekki komið fyrir áður, þá sannar „Köbenhavn“, að slys getur borið að höndum þar sem að menn sizt búast við þvi. Reykjavíkurbær ætti að líta svo á sóma sinn, að gera leið að höfninni greiða og örugga og það fyrsta, sem Um þarf að hugsa, er að leggja merki við Byg- garðsboðann, sem búinn er að benda á sjálfan sig, sem hættulegan grip. þcssu næst verður að hugsa um, að hressa dá- lítið við duflin, sem í nágrenninu eru, t. d. hjá Viðey, Valhúsgrunnið o. fl. og at- huga, hvort þau dufl eigi ekki að vera i samræmi við lýsingu þeirra i sjókortinu, en um það mun Ægir geta næst þegar hann kemur út, því stangarlaust dufl get- ur ekki, eftir því sem sjómenn læra, legið við grunn, sem merktur er i kortinu með dufh, upp úr hverju standi stöng með hríssóp. Grunnið hlýtur því að vera eitt- hvað annað. Sveitafélögin láta og létu hressa við vörðurnar á heiðunum þegar þær fóru uð falla. Er minni þörf á að hressa við nierki þau, sem leiðbeina eiga sjófarend- um til öruggrar hafnar, þegar þau merki fara að verða fremur villandi en til þess að vísa á hina réttu leið? Fyrir löngu hefir vei’ið minst á þörfina, að klukku- eða hljóðdufli væri lagt við Garðskagaflös — þar hafa mörg slys orð- io og slysin eru þær bendingar, sem knýja til framkvæmda, að vinna að því, að draga úr þeim. Merki við yztu takmörk flasarinnar er nauðsynlegt. Dæmin eru mörg, sem sýna það, en klukka eða eitt- hvert annað hljóðmerki væri einnig nauð- synlegt, því þoka og dimmviðri getur verið svo, að eigi sést til lands, og þvi eigi hægt að ákveða fjarlægðina frá sjálfri Skagatá, þegar siglt er fram hjá henni, en allir vilja flýta sér og fara styztu leiðina. Reykjavík, 17. júlí 1919. Sveinbjörn Egilson. JauiglÍHgancrkia áVðpna/irði. í skýrslu erindreka Fiskifélags íslands í Austfirðingafjórðungi árið 1918, sem birt er í „Ægi“ nr. 4—5 kemst herra Herm. porsteinsson svo að orði á bls. 38, 2. dállc neðst, um innsiglingamerkin á Vopna- firði að ætla mætti að hann álíti að eg haf vanrækt skyldu mína í því að auglýsa þessi merki eða Ijós, sem setja megi á merkin. Enda þótt mér sé ekki ljóst hvað herra H. ]?. álítur að eg hafi átt að auglýsa frekar en það sem gert hefir verið, vildi eg mega taka fram, að við höfum iitbúið flestöll innsiglingamerki þannig, að hægt sé að setja luktir á þau, ef vill, án þess þó að gert sé ráð fyrir að það sé gert nema eftir sérstakri óslc hlutaðeigenda; t. d. get- ur það verið hentugt fyrir liafnsögumann, sem er að leiðbeina skipi, eða fyrir fiski- menn, sem eru í róðri, að hægt sé að setja lukíir á vörðurnar er dimma tekur. En þar sem hér er ekki að ræða um ljósbending- ar, sem aðkomuskip eða ókunnugir bátar mega treysta á að séu gefnar, er ekkert hægt að auglýsa sjófarendum fram yfir það, að innsiglingamerkin eru þarna sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.