Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 16
86 ÆGIR en vonandi, að ekki verði mjög langt að bíða þangað lil vitahringurinn nær sam- an, þannig, að hver vitavörður geti gefið nágranna sínum ljósbendingu. Stjórn sjóðsins skipa vitamálastjóri og tveir vitaverðir, og eru fyrst um sinn kosnir Vigfús Sigurðsson á Reykjanesi og porvarður Einarsson á Gróttu, en vara- menn eru ísak Sigurðsson á Garðsskaga og Jónatan Jónsson i Vestmannaeyjum. Th, Krabbe. „Byggrgrarösboði". Hvers vegna var Holtavörðulieiði vörð- uð? Hvers vegna lét Clausen sýslumaður hlaða vörðurnar, sem þann dag í dag standa í Arnarnesmýrinni, rétt fyrir neðan Hafnarfjarðarveginn? Og hvers vegna eru hinir nýju kílómetrasteinar settir fram með þjóðvegum landsins ? Ált þetta er gert til þess að síður verði slys, sem oft gæti komið fyrir, væri farið frá hinni réttu ieið. Allir bæir og borgir, sem að sjó liggja, livar sem er i heiminum, eiga mesta vel- megun sína undir því, að samgöngur séu skipum og eimreiðum greiðar, og yfir- stjómendur slíkra borga gera alt, er reynsla og þekking sýnir þeim að nauð- synlegt sé, 'til þess að vegurinn, livort heldur sjó- eða landleiðin, sé sem örugg- astur til borganna og frá þeim. Verði slys á þeirri leið, þá fer fram rannsókn á, hvað því hafi valdið, og alt er gert, sem í manns valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir, að slíkt heri oftar að höndum. Reykjavíkurhöfn er nú að verða mið- stöð verzlunar landsins og til hennar koma flest þau skip, sem til landsins koma frá útlöndum; þess vegna mætti ætlast til, að leið til hafnarjnnar væri eins greið og föng eru á, og að það væri lagfært, sem slysi liefir valdið. N a f n i ð góð höfn nær einnig til þess, livernig leiðin er inn á þá g ó ð u h ö f n. Mánudaginn 11. marz 1918 kom stórt gufuskip, „Köbenhavn“ að nafni, fyrir Gróttu og ætlaði til Reykjavíkur, en er inn fyrir Gróttu kom, lenti það á grynn- ingum þeim, er nefnist Byggarðsboði, og þar kendi það grunns og stóð, svo að „Geir“ varð að ná því út. Skip þetta var í hrakningum, var á leið frá Philadelphia (Ameríku) til Liver- pool, hlaðið smurningsolíu, hafði mist báta sína og ætlaði að leita hjálpar hér, og viðtökurnar urðu þá svo, að það lenti á ómerktum grynningum, rétt að heita má við hafnarmynni höfuðstaðarins. — Kostnaður sá, er þetta hafði í för með sér, skifti liundruðum þúsunda króna. pótt Reykjavíkurhöfn hafi ekki beint lið- ið fjártjón við þetta slys, þá hefir hún þó ekkert unnið í frægð, og vansæmd verður það að lokum, að hefjast ekki handa og leggja við boðann myndarlegt dufl (Roje), sjófarendum til leiðbein- ingar. Leiðin frá Garðskaga til Reykjavík- ur er ekki eins greið og alment virðist haldið. Fyrir okkur, sem kunnugir er- um í Faxaflóa, þekkjum fjöllin og mið, er hún góð, en öðru máli er að gcgna, þegar framandi menn fara þá leið. Fyrst er að taka það, að dýpið á skipaleiðinni er 34 metrar fyrir sunnan Garðskaga og líkt dýpi helzt langt inn í flóann, og því ilt að átta sig ó, hvar skip- ið er statt, sé þoka, sem einnig kemur stundum hér. Fyrir sunnan Syðra-Hraun, nákvæmlega á skipaleið frá Garðskaga til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.