Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 11
ÆGIR 81 löndum þangað, sem hans er mest þörf, og bendir sérstaklega á Spán og Ítalíu.“ Veðurfræðisstofnun í Reykjavík. þessi tillaga var borin upp og samþykt: „Fiskiþing'ið álítur sjálfsagt og nauð- synlegt, að veðurfræðisstofnun sé komið á fót í Reykjavík." Hafnabætur og lendingar. Nefnd sú, er kosin var til að athuga þessi mál, skýrði frá störfum sínum, og afhendir svohljóð- andi nefndarálit: „Fiskiþingið endurtekur áskorun síð- asta Fiskiþings, að hafnabótamálum verði hið bráðasta komið i reglubundið kerfi og telur nauðsynlegt, að Fiskifélagið hafi ráð á verkfræðingi, svo hægt verði að sinna nýjum og endurteknum beiðnum um hafna og lendingabætur. Fiskiþingið mælir fastlega með fram- komnum beiðnum 1) Frá fjórðungsþingi Austfirðinga um endurbætur á vetrarhöfn við Horna- fjörð, og lán til byggingu verskála þar, gegn veði i byggingunum; 2) Frá fjórðungsþingi Vestfirðinga um framhald og' endurbætur á brimbrjót þeim, er byrjað hefir verið á í Bolungar- vik og rannsókn og styrk til bryggjugerð- ar í Hnífsdal. Fiskiþingið felst á athugasemdir þær, við fyrirhugaðar vitabyggingar, og endur- bætur á eldri vitum, sem stjórn Fiskifé- lagsins og skipstjórafélagið „Aldan“ áafa samið. Að öðru leyti mælir Fiski- Þuigið fastlega með þvi: 1) að ljósmagn Arnarnessvitans sé aukið, að bann lýsi 22 sjómilur í góðu veðri, 2) að fyrirbugaður Hólstangaviti við Arnarfjörð verði settur á Langanes við sama. fjörð, 3) að settur verði bornviti á Ögurbólma, samkv. áliti vitamálanefndar Vestfirð- inga, sem lögð var fram, 4) að sett verði þokumerki við Garð- skaga eða Býjaskcrseyri, 5) að settir verði smávitar á Hrómunds- ey, Karlstaðatanga og Hvanney við Horna- fjörð. Fyrir árin 1920—1921 vor kosnir í stjórn: Forseti: Hannes Hafliðason. Vara-foi’seti: Kristján Bergsson. Meðst j órnendur: Bjarni Sæmundsson, Geir Sigurðsson, Sigurjón Jónsson, þorsteinn Gíslason. Varamenn: Axel Tulinius, Guðm. B. Kristjánsson. Kl. 11 að lcveldi hins 7. júlí var Fiski- þinginu slitið. Ritari þingsins var Sveinbjörn Egilson. Skrá yfir íslenzk skip 1919. Eins og að undanförnu hefir liin danska skipasrá fyrir þetta ár, sem gefin er út að tilhlutun hins danska verslunarráðu- neytis, viðbætir yfir færeysk og íslenzk skip. Viðbætir þessi, sem Dönum mun alls eigi skylt að birta, en mun fremur vera látinn fylgja skránni, sjálfum þeim til leiðbeiningar, er að mörgu leyti athuga- verður og fæ eg ekki skilið, hvers vegna yfirmönnum varðskipsins hér við land, liafi ekki verið bent á þær mörgu villur, sem þar hafa staðið ár frá ári, þvi hefði svo vcrið gert, mundu þeir þegar hafa gert athugasemdir við það, sem rangt er tilfært og komið þeim athugasemdum á binn rétta stað til leiðréttingar. Að visu má ekki vænta mikils liéðan, i þessa átt,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.