Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.1919, Blaðsíða 14
84 ÆGIR skrána, eigum við að þakka þeim, þvi hún er bæði þörf og hefir alt af verið nothæf. svo langt sem hún nær, þrátt fyrir galla þá, sem eg hefi bent á, og skyldu þeir halda áfram að láta íslenzku skipaskrána fylgja sinni, þá finst mér það skylda okk- ar, að gefa þeim þær bendingar, sem miða til að gera verk þeirra eins áreiðanlegt og föng eru á. pess myndu þeir sjálfir óska, því vandvirkni þeirra er alkunn. Reykjavík, 24. júlí 1919. Sveinbjörn Egilson. Sjómerki. Eitt af mjög mörgu, er þarf athugunar við, eru sjómerkin hér. Sjómerkin eru tvenskonar. Á landi: vörður, að einhverju leyti auðkendar, eða sundmerki, sem bera saman, notuð í þröngum siglingaleiðum. Á sjó: baujur með stöng á, með kústi einum eða fleir- um. — I öðrum löndum eru settar reglur um livernig sjómerki skuli vera, þannig, að sjófarandi veit um leið og hann sér merki, hvernig hann á að sigla eftir þeim. Ekki eru þessar reglur alþjóðleg- ar, heldur hefir hvert land oft reglur fyr- ir sig. Til frekari skýringar þessu, gæt- um við hugsað okkur reglur, sem væru settar við innsiglingar á hafnir. Bauja með uppbendandi kústi væri höfð stjórnborða. Bauja með tveimur uppstandandi kústum á bakborða. Vörður með rauðri rönd á stjórnborða, með tveimur á bakborða. Sundmerkin væru lík og gömlu sund- merkin voru, vörður með stöng upp úr, sem á væri þríhyrningar rauðmálaðir og eitt hornið vísar upp, hin til hliðar, o. s. frv. Hér er öllu þessu grautað saman. En verst af öllu er þó, að fæst af þeim sjómerkjum — að minsta kosti á sjó — eru í lagi eða í þvi ásigkomulagi, sem þau eru auglýst. (Samanber Almanak handa ísl. fiskimönnum og „Den Isl. Lods“). Vil eg nú minnast helztu sjómerki á sjó sem í ólagi eru. Við Rvík eru þrjú sjómerki: Akur- eyjarbaujan, Engeyjarbaujan og Viðeyjar- baujan. Viðeyjarbaujan er þeirra lang- best, og ættu sem flestar að líkjast henni því þær sjást langt. En á henni er engin stöng og því síður kústur, eins og auglýst er. Akureyjarbaujan er nú viðunandi, en hefir þó helzt til lága stöng. í fjarlægð líkist hún mikið grásleppubát með mastri. Við Hafnarfjörð eru tvær baujur: Á Helgaskeri og Valhúsgrunni. Valhúsgrun- baujuna hefir vantað í mörg ár, en var sett niður í fyrra. pað er stór bauja, ligg- ur á hliðinni og hefir hvorki stöng né kúst. Hún er sett í innsiglingarmerkinu Ásvarða um nyrsta bæinn á Hvaleyri. Á Isafirði eru allar baujur i lagi, en þar þyrftu að vera fleiri baujur, t. d. á Torfa- nesgrunni, grunninu fyrir innan Edin- borgarbryggju og helzt tvær á Norður- tanganum. Á grunninum út af Völlum væri gott að hafa bauju. Við Siglufjörð var engin bauja 28. maí. Á Eyjafirði öllum var engin bauja 2. júní. Á Laufásgrunni hefir ekki verið mér sjáanleg bauja í mörg ár. Tæplega get eg hugsað að menn þurfi að óttast ís héðan af, hvorki á Siglufirði eða Eyjafirði. Á Toppeyragrunni þyrfti að vera miklu stærri bauja, en þar hefir venjulega verið, helzt tvær. Víðar þyrftu að koma baujur, en enn þá eru komnar. Skal eg að eins nefna nokkra staði af handahófi: Stafnesboða út af Mið- nesi, Flasarhnausinn út af Garðskagavit-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.