Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1919, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.1919, Blaðsíða 15
ÆGIR 133 nægjandi lífsskilyrða, með því að útbúa svo hafið i kring um landið, flóana og firð- ina, að ætíð væri nægur fiskur handa þvi til að lifa á. Af framansögðu virðist mér lífsskilyrði þjóðarinnar vera að miklu leyti undir þvi komið, að hún, þjóðin, megi óáreitt af öðrum hagnýta sér öll gæði lands og sjáv- ar, innan svo víðrar landhelgi, að engin hætta verði á fiskþurð, og verður vikið að henni síðar. J>vi verður ekki neitað, að framfarir heimsins eru miklar, en því verður heldur ekki neitað, að sumar þessar svokölluðu framfarir eru meira tii böls en bætis og hjálpa einstöku mönnum að framkvæma yfirgang og ójöfnuð, jafn vel f jölda mönn- um til skaðræðis, af því líka, að löggjaf- ar landanna eru ekki ætið nægilega fljót- ir eða vitrir á nýbreytnissviðinu til að gera talcmarkanir áður en tjón hlýst af. Eitt af stóru framförunum í fiskiveiðun- um er botnvarpan, sem knúð er áfram eft- ir sjávarbotninum með sterku vélaafli. petta heljarverkfæri sópar öllu lifandi og dauðu í sig, þar sem hún fer um, og drep- ur líka undir sér við sjávarbotninn, lif- andi smáfisk og jurtagróður. pví var fljótt spáð, þegar þessi veiðiaðferð byrjaði, að hér væri um eyðilegging'u að ræða og nú eru dæmin deginum Ijósari, og við hér erum einir af þeim, sem sönnum þá sorg- ar sögu. Árið 1896 byrjuðu botnvörpung- ar fyrir alvöru veiðar hér í Faxaflóa og skaut þá mörgum skelk í bringu hér og viðar suður með sjó, enda urðu afleiðing- ar fljótlega sýnilegar, því ekkert fiskað- ist á vanalegum fiskimiðum eftir að þeir komu, eða hinu svokallaða „S v i ð i“. Um fiskiróðra var þá ekki að tala, og fór fólk héðan alment til Austfjarða þá strax til að leita sér atvinnu. í þá tið hirtu togarar aðeins kola, smáfisk, ýsu og lúðu, en köst- uðu þorski, steinbít og öðrum fiski fyrir borð, en þegar menn komust að þessu til- tæki þeirra, þá fóru menn hér við flóann að fala af þeim fiskinn annaðhvort fyrir ekkert eða þá fyrir áfengi oð þvil., og gekk sú verslun saman og hélst fram yfir aldamót. Á þessum tíma fundu menn ekki eins alment til hinna illi afleiðinga botn- vörpunga, þótt enginn fiskur fengist hvorki á lóðir nje færi, þvi aflinn frá þeim var afskaplega mikill á köflum, og mistu þar margir af bæði beint og óbeint, en svo komu hin ströngu sóttvarnalög, sem bönnuðu öll mök við útlend skip, enda voru botnvörpungar þá farnir að hirða allan afla og kolinn að þverra, eins og allur annar fiskur, hér innan bugtar. Horfði þá til vandræða, og hefðu þá ekki ýmsir hér i Faxaflóa drifið upp mótorbáta sem gátu sótt á hafið út, mundi hungurs- neyð víða hafa gert vart við sig. En svo kom heimsstyrjöldin, er hafði meðal ann- ars það í för með sér, að meina botn- vörpungunum að koma hingað til veiða, og skifti þá nálega strax um til liins betra, fiskur fór að fást bæði á lóð og færi en þá vantaði bæði skip og báta, því þesskon- ar bjargræðslutæki voru eyðilögð, af því áður var ekki sjáanlegt að bafa þess not. Svona voru afleiðingar botnvörpuveið- innar auðsæjar hér um slóðir. Síðan árið 1915 hefir fiskur hagað sér eins og áður en botnvörpungar kornu hingað, og gengið á grunnmið, sem ekki kom fyrir á meðan þeir rótuðust um bugtina, og hefir það aðallega bjargað hinum efna- litlu og eldri mönnum, til að lifa þessi stríðsár og dýrtíð, þvi allir hafa af itr- ustu kröftum komið sér upp bátum og sótt sjó. Afleiðingum botnvörpuveiðarinnar inn- an fjarða og flóa, mætti með réttu lýsa með skírari dráttum og frekari sönnun- urn fyrir því, að hún gereyðileggur fiski- ríið á tiltölulega stuttum tíma, en mér

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.