Ægir - 01.12.1919, Blaðsíða 16
134
ÆGIR
virðist þess ekki þörf frekar en að fram-
angrcindu, enda munu flestar þjóðir vcra
nú farnar að sjá, að eitthvað þarf að gera
til viðreisnar þessu falli.
Eins og það er óhugsandi að botnvörpu-
veiðin hælti í heiminum, þá er það vist
að hún heldur hér áfram við Island, enda
stór slíkur útvegur í landinu sjálfu; verð-
ur því e i n a r á ð i ð til að t r y g g j a
áframhaldandi fiskiafla, ekki
einungis smábátum, mótorbátum og fiski-
skútum, heldur einnig sjálfum botnvörp-
ungunum, að marka veiði ]>cssari þrengri
bás. Hin almenna landhelgislína, sem er
3 mílufjórðungar, var samþykt áður en
þessi botnvörpuveiði þektist, og kom hún
ekki þjóðunum til verulegs stórskaða með
hinni eldri veiðiaðferð. þó var misréttið
mikið vegna mismunandi fiskisældar
ríkjanna.
Af fenginni óyggjandi reynslu og þekk-
ingu á botnvörpuveiðinni, þá er óumfiýj-
anlega nauðsynlegt fyrir allra hlutaðeig-
enda sakir, að breyta nú þegar landhelg-
islínunni gagnvart þessari og annari slikri
veiðiaðferð.
íslenska ríkið verður því að krefjast
þess að landhelgislínan séu 3 mílufjórð-
ungar vit frá og á milli ystu annesja, þann-
ig, að allir flóar og firðir séu friðaðir fyr-
ir þessari veiðiaðferð.
Eins og fyr er tekið fram, þá eru stað-
bundnar fiskigöngur upp að suður og
ausíurströnd landsins, enda hafa boln-
vörpungar fiskað þar alla tíð síðan fyrst
þeir komu hér til lands, og það er ósköpin
öll af stórþorski. Á allri strandlengjunni
frá Hornafirði til Reykjaness, er enginn
flói, fjörður eða tangi, svo teljandi sé, er
því engin breyting á landhelgislínunni á
allri þessari strandlengju sem er um 220
mílufjórðungar.
Eg fæ ekki séð, að ríkjasamband það',
sem ákveðið hefir landhelgina þrjá milu-
fjórðunga frá landi, og það fyrir æfa-
löngu, fallist eklci á að samþykt þessi sé
nú orðin fyrir aukna samkepni í fiskiveið-
um, alls óhafandi og verði því að breyta
lienni sem allra fyrst, á þann hátt, sem
að framan er frarn tekið, svo ckki stefni
að hungursnéyð á ýmsum stórum lands-
hlutum, og fiskiþurð i heiminum yfirleitt.
Komi það fyrir, að ríkjasambandið ekki
fallist á landhelgisbreytingu þá, sem liér
er lialdið fram, fyrir s í n r í k i, þá verð-
ur ísland að halda á sínum rétti, enda hef-
ir það sérstakar ásæður fyrir þessu máli
sem flestar aðrar þjóðir hafa ekki. í fyrsta
lagi höfum við með allri suðurströnd
Iandsins afar víðáttumikið og fiskiauðugt
botnvörpuveiðipláss upp að hinni núver-
andi landhelgi, og önnur slík stór svæði
víðsvegar umhverfis landið fyrir utan
væntanlega landhelgi.
þclta hafa aðrar þjóðir ekki í jafn rik-
um og ábyggilegum mæli, þó stórar séu.
í öðru lagi er atvinnuvegum okkar svo
háttað, að þjóðin hvorki má eða getur
mist flóa og fjarða-fiskiríið, þvi annars er,
ef svo mætti að orði komast, dauði fyrir
dyrum, enda sanna sögur vorar, að áður
fyr, oft og tíðum, hefir landsfólkið orðið
að hröklast að sjávarsíðunni, og þá mest
að Faxaflóa, til að halda í sér lífinu með
fiskifangi.
ísland er enn sama landið og það hefir
verið, því getur komið yfir það, og áð-
ur en varir, harðindi til landsins, sem
valda skepnufellir, þrátt fyrir bætía lit-
vegi viðskiftanna.
I þriðja lagi, sem er almenn ástæða, þá
er hjer um sanngirnis, réttlætis og hag-
fræðiskröfu að ræða. Líka er hún sam-
eiginleg og samrímanleg öllum þjóðum og
leiðir til jafnaðar, fyrir einstaklinga og
heilar þjóðir, og tryggir uppeldi og líf
fisksins á ýmsum sviðum innan vissra
vébanda.