Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1919, Blaðsíða 20

Ægir - 01.12.1919, Blaðsíða 20
138 (ÆGIR pessi skoðun, sem hefir við mikið að síyojast, hcfir vakið mikla athygli í Ame- ríku. En samt sem áður má sjá við nán- ai’i athugun, að eigi er víst að liún sé alls- kostar rétt. Hvað vei’ðhyltinguna snertir efíir að Ameríka fanst, þá leiddi hún til þess, að velmegunar og aðalframleiðslu- stöðvarnar fluttust til Suður-Evrópu og Norðvestur-Evrópu, eftir grimmar og langvinnar styrjaldir. Voldugustu ríkin i Evrópu, sem þá voru, Spánn og Frakk- land, urðu gjaldþrota og eftir þrjátíu ára stríðið kom kyrstöðutímabil, sem stóð yf- ir í 100 ár. Á þessu tímabili stóð fólks- fjölgun og fjái’söfnun í stað. Á sama hátt flytjast nú velmegunai’- og framleiðslustöðvamar frá Evrópu til annarar heimsálfu, og alt bendir til, að lcyrstaða sé í vændum, og kemur því fyr sem fi’amleiðslan rninkar meira en eyðsl- an. Verðliækkunin kenmr fram sem dýr- tíð og veldur því að velmegun þjóðanna þvcrr og vér stígum skref fyrir skref nið- ur á ófrjórra vehnegunarsvæði, þar til ró er komin á. Gi'cinilegast má sjá þetta í pýskalandi, Rússlandi og Austur-Evrópu, en sama bylgjan breiðir sig sjálfsagt smátt og smátt til annai’a landa. Hinir gífurlegu sti’íðsskattar, sem enn eru að eins að litlu goldnir, nxunu minka svo kaujiþol manna, að þeir að eins geta keypt hið nauðsyn- legasta. Við þetta kemst mikill hluti af framleiðslunni i þi'öng og fi’amleiðs'lu- kröftunum að eins snúið að brýnustu lífs- þörfum, en lífsþægindunum slept, og sem mun sjást þegar áhrifin af eignanáminu fara að koma í ljós. Aðalatriðið verður þá, hvar verðlagið nemur staðar, hvað lífsnauðsynjar snerth’. Hvað kaupþolinu viðvíkur, er þrep, sem ekki verður yfir stigið, nema um beina hungursneyð sé að ræða. I mörgum lönd- urn er komið að þessu þrepi og sumstað- ar síigið yfir það; en i einstaka stað hef- ir kaupþolið aukist með því að velmegun- in hefir dreifst. Mikla þýðingu fyrir stöð- ugt verðlag hefir framleiðslukostnaðurinn. Og til þess að finna takmarkalínu, verð- ur að athuga hvað franxleiðslukostnaður- inn rná vera mikill til þess að framleiða nauðsynlegt vörumagn. Og þá verður að byrja að neðan, eins og venja er til, og spyrja: Hvar er framleiðslan ódýrust á nauðsynjavörunum? Svarið verður: í hin- um heimsálfunum. þær ráða framtíðar- verðlaginu. Nú er þannig t. d. I Japan, að verkamanns daglaun eru þar álíka og tímakaupið í Evrópu. I Japan er unnið 7 daga vikunnar og allan sólarhringinn, verkalýðnum skift í tvo flokka. I öðrum mongolskum löndum er farið líkt að. Við þetta bætist, að framleiðslan í heitu lönd- unum verður ávalt ódýrari en í Evrópu, vegna þess þcss að útgjöldin verða minni til fæðis, klæða og eldiviðar og jarðveg- urinn einnig frjórri. I nýlendunum eru lífskröfurnar meiri, og aukast við það, að velmegunin færist þangað. En nýlendurn- ar, ásamt Suðurameríku og Afríku, liafa haft svo lítið af afleiðingum stríðsins að segja, að þar sem verðhækkun í Evrópu er 100 %, jafnvel oft mörg hundruð pró- cent, þá er hún í Ástralíu, Suðurafríku og Indlandi að eins 35 %, og i Ameríku og Kanada er hún að mun minni en í Evrópu. þess vegna má búast við þvi, að verð- lækkun komi smám saman — ekki á það stig, sem var 1914, heldiu* á eitthvert stig, sem liggur á niilli verðlags amerísku og ensku nýlendanna. Ef til vill má hugsa sér, að verðlagið lækki þannig, að það verði 50 % hærra en það var 1914. Sú skoðun er heldur ekki í ósamræmi við skoðanir prófessors Ivring Fishers, því þegar hann talar um áframhaldandi hátt verðlag, þá meinar hann verðlag, sem haldist í mörg

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.