Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 14
34 ÆGIR nefndin sérstaklega á í þessu efni, að leggja þurfi hið bráðasta síma til vitanna á Reykjanesi (er margoft hefir verið sam- þykt á Fiskiþinginu), Siglunesi og Dala- tanga. Um viðvarps- og miðunarstöðvar. Nefndin er þeirrar skoðunar, að víðvarp muni i framtíðinni hafa mjög mikla þýð- ingu í björgunarmálinu. Nú er í ráði að reisa fullkomna víðvarpsstöð í Reykjavík, er geti haft samband við menn hvarvetna um land á fullkominn og öruggan hátt. Hugsun manna er að víðvarpstæki verði sett í öll stærri fiskiskip landsins, og talað sé i víðvarp þetta til fiskiflotans á á- kveðnum tíma um veðurfar o. fl. Ottó B. Arnar hefir tjáð nefndinni, að Víðvarps- félagið hafi ákveðið að setja til reynslu víðvarpsmóttökutæki i 4 vélbáta, sinn í hverjum landsfjórðungi, til þess að fá ör- ugga reynzlu um, hvort tæki þessi reynist nothæf á fiskibáta landsins. Nefndin legg- ur áherzlu á að þetta verði framkvæmt og felur stjórn Fiskifélagsins að hafa vak- andi auga á því að tilraun i þessa átt verði gerð. Nefndin leggur til, að Fiski- félagsstjórninni sé heimilað fé til að styrkja menn til kaupa þessara víðvarps- tækja, ef þörf gerist. Um miðunarstöðvarnar hefir nefndina skort fullkomnar upplýsingar. Greinir menn einkum á um hvort hafa skuli átta- vitastöðvarnar í landi, eða skipin hafi sjálf slíkan útbúnað (sbr. bréf Ottó B. Arnar til aðalfundarnefndarinnar), en hér mun enginn maður verulega kunnugur út- búnaði yfirleitt. Nefndin telur mjög þýð- ingarmikið að slíkar stöðvar komist upp. Gerir nefndin því að tillögu sinni, að leitað verði álits sérfræðinga og rannsakað hið bráðasta á hvern hátt miðunarstöðv- um verði best fyrirkomið hér á landi. Verði loftskeytastöð reist í þessu skyni, leggur nefndin til að hún verði selt á Vestfjörðum. Nefndin leyfir sér að lokum að bera fram eftirfarandi tillögu: »Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að beita sér fgrir þvi af alefli, að björgun- armálið komist í það horf, sem bent er á i nefndaráliti þessu. Fiskiþing íslands 19. febr. 1926. Geir Sigurðsson, Kristján Jónsson, form. ritari. Herm. Porsteinsson. Jón E. Bergsveinsson. Arni G. Póroddsson. Pess skal getifl, sem gert er. Fimtud. 11. febr. síðastl. reru flest skip úr Járngerðarstaðasundi í Grindavík snemma morguns; en brátt setti í veltu- brim og skelti jafnframt yfir dimmri þoku, svo að erfitt varð að sjá til miða. Nokk- ur af skipunum sneru aftur á útleið, en 6 sem héldu áfram og komust í sátur, urðu svo að snúa frá sundinu ófæru og leituðu þrautalendingarinnar í Porkötlustaðanesi, og gátu lent þar heilu og höldnu. En þar sem fólki i Járngerðarstaðahverfi, hafði borist fregn um að ófært væri lika wfyrir austan nesið«, var símað til Sandgerðis og beðið um aðstoð, því hæpið þótti, að skipin mundu ná nokkuru landi. Brá þá þegar við mótorbáturinn »Höfrungur« frá Vestmannaeyjum og var kominn innundir Járngerðarstaðavík eftir 3 klst., og hafði þó tafist nokkuð vegna þokunnar. Sveim- aði hann þar um til þess að huga að skipunum, og fór ekki burtu fyrri en hann hafði fengið merki úr landi um að öll skipin væru lent. Þegar síðar kom til þess, að bjóða borg- i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.