Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 5

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. Reykjavík, April 1926. Nr. 4. Nmá pistlar um giómonsUu Vestíii'öing'a.. I. Eins og kunnugt er, hefir sjósókn frá upphafi Islandsbj'gðar verið mikil við Isafjarðardjúp og Vestfirði yfir leitt. h)rrsta sögulegt dæmi þess er þegar þuriður Sundafyllir setti Kviarmið1 *) í ísafjarðar- djúpi og þáði kollótta á frá hverjum hónda í ísafirði að launum, eins og seg- ir i Landnámu. Annað sögulegt dæmi er irásaga Sturlungu um bardaga þeirra lJórðar Kakala og Kolbeins unga á Húna- llóa 25. júní 1244. Segir þar svo: »'lekst nú harðr bardagi ok í fyrstu með grjóli ok skotum. Skutu menn Fórðar svo hart, at þeir Kolbeinn fengu eigi annat gert en hlifa sér um hrið. Hallaðist þá bar- daginn á Norðlendinga. Kom það mest tveggja hluta vegna, at Kolbeinsmenn höfðu grjót eigi meira en lítit á tveim skipum, en I3órðar menn höfðu hlaðit hvert skip af grjóti; hinn annar, at á skipuni Ivolbeins vóru fáir einir menn, Þeir er nökkut kunnu at gera á skipum, þat er þeim væri gagn at, en á þórðar skipum var hver öðrum kænni«. (Sturl. III bls. 96). Mörg fleiri söguleg dæmi mælti nelna en of langt yrði þau hér að rekja. Minna 1) Kvíarmið eru enn við iýði og aflasælt á fleslum árstíðum. má þó á, að sr. Páll Björnsson hinn lærði prófastur í Selárdal við Arnarfjörð fékk lang fyrstur þilskip til veiða hér við land. Stundaði hann veiðar á skipi þessu að nokkru leyti sjálfur. Hefir nýlega ver- ið minst á þetta í Ægir 11. thl. f. á. aí hr. Sig. þórólfssyni. Nokkru fyrir miðja nítjándu öld, stóðu hákarlaveiðar með hlóma við lsafjarðar- djúp og Veslfirði hina nyrðri. Voru hér þá miklir sægarpar og aflamenn. Var farið í hákarlalegur oflast laust eftir miðjan vetur, eftir því sem tið var og útlit. Skip þau er notuð voru í hákarla- legur voru áltæringar og teinæringar og oftast vel útbúin. Voru þetta svaðilfarir hinar mestu og eigi hentar nema hraust- um drengjum; voru það einkum ungir úrvalsmenn er stunduðu útveg þennan, sem oít var mannhættusamur og krafðist dýrra fórna. Útivist í hvert skifti fór eftir tíð og afla; væri hvorttveggja i bezta lagi var ekki verið í legunni nema 2—3 sólar- hringa. Hitt kom líka fyrir að leita varð annara hafna i nauðleit og menn urðu að sitja þar þangað til veður gafst; stund- um nokkrar vikur í senn. Lifa enn í munnmælum rausnarsögur ýmsra manna, sem hýstu jafnvel í einu 2—3 skipshafn- ir og veittu hvern dag með fagnaði. Eflir að leið fram á 19. öldina, fóru þilskip sinátt og smátt að breiðast út um Vestfirði og þó einkum við ísafjarðar- djúp. Er mér eigi kunnugt hvert ár það hefir fyrst verið, en ætla það rétt fyrir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.