Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 17
ægih 61 FiskmarksöuriDii í Portúgal 1925. Samkvæmt tilkynningu frá konsúl Norðmanna í Portúgal, hefir inníluln- ingur á saltliski numið undanfarandi ár talinn í smálestum: 1922 ca. 1923ca. 1924 ca. 1925 ca. Til Lissabon . 4,759 11,997 12,241 13,365 _ Oporto , ■ 17,460 23,960 21,278 23,480 Samt. til Portúg. 22,219 35,957 33,519 36,845 Siðustu tvö árin skiftist innflutningur- inn þannig á milli framleiðslulandanna. 1924 1925 Frá Noregi......... 13,606 15,588 — Islandi ........... 3,005 2,259 — Newfoundland. . 10,508 13,338 — Skotlandi....... 3,329 1,519 — Frakklandi...... » 1,135 — Pýzkaland . ■ . . 3,071 2,497 Samtals 33,519 36,845 Eins og sést á ofangreindri skýrslu, heiir innflulningur á saltliski til Portú- gal, aukist um rúmlega 3000 smáleslir á árinu og var síðastliðið ár orðinn meiri en árið 1923, en þá nam innflutningur- inn 35957 smálesta, síðan 1922 hefir inn- ílntningur þangað aukist um 14626 smálestir. Þriðjungur innflutningsins hefir farið til Lissabon, en tveir þriðju til Oporto. Sala á norskum tiski er stöðugt að aukast þangað, svo þeir eru bráðum búnir að ná þeim tökum, sem þeir höfðu þar fyrir striðið, þvi árið 1913 nam innflutningur af norskum fiski til Porlúgal 17400 smálesta, einkum eykst sala hans stöðugt i Lissabon, þvi talið er, að tveir þriðju hlutar af þeim liski, sem þangað flyzt sé norskur. Þó helir innflulningur þaðan til Oporto aukist mikið síðastliðið ár, en tveir þriðju hlutar af þeim fiski, sem þangað flyzt kemur frá Newfoundlandi, og eins og er, er samkepnin nú mest þar á milli fisks frá Noregi og Newfoundlandi, þó telja Norðmenn sig eiga hægara með að bola Ameríkumönnum þaðan en þeir þeim. Af islenzkum fiski hefir innflutningur til Lissabon aukist á árinu um 56 smá- lestir, en aftur á móti hefir innflutningur á þeim fiski minkað um 792 smálestir lil Oporto. Norðmenn ganga þess þó ekki duldir, að þar eins og annarsstaðar, geta þeir ekki kept við íslenzka fiskinn, sem þeir kalla »denne fryktede konkurrentff, en telja Islendinga hafa haft svo mikla eftirspurn eftir fiski frá Spáni, að þeir hafi getað sent fisk sinn þangað fyrir hærra verð og því geflð sér eflir mark- aðinn í Portúgal. Hér munu samt liggia aðrar ástæður til grundvallar, en það var verðhækk- unin á fiski á Spáni 1924 og fyrri hlula ársins 1925, þannig að við gátum þá selt þangað og til Ítalíu alla okkar fram- leiðslu og þar af leiðandi slitnað upp úr sumum af þeim samböndum sem mynduð voru við Portúgal. Það er mjög illa farið ef fiskútflytj- endur okkar fara að draga sig mjög til baka frá markaðinum i Portúgal, því svo mikið höfum við af lélegri fiskteg- undum, sem golt væri fyrir okkur að losna við þangað i stað þess að senda mest alt til Spánar og yfirfylla markað- inn þar og þar af leiðandi setja niður verð á hinum betri fisktegundum okkar, en það sem af er þessu ári, hefir mark- aðurinn í Portúgal verið mikið stöðugri en á Spáiii og birgðir þar litlar og næst- um gengið til þurðar og af íslenzkum fiski hefir ekkert legið þar. Á áramótum voru birgðirnar í Lissabon 580 smáleslir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.