Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 12
56 Æ G I R Önnur islenzk blnð eru vinsamlegast beðin að birta þessa grein. Kristján Bergsson. Fiskmarkaðurinn á Ítalíu. Verzlunarhúsið Enrico Gismondi & Co. Genova, sem er stærsti innflyljandi á fiski til Ítalíu, og kaupir rúmlega helm- ing af öllum fiski sem þangað flyzt, hefir sent umboðsmanni sínum hér á landi mjög fróðlegt yfirlit yfir fisksöl- una þar árið 1925, og hefir hann góð- fúslega leyft Ægi að birta það af henni sem hann vildi, og fylgir hér útdráttur úr henni í lauslegri þýðingu. Markaðsskilyrði, sem ekki voru góð í byrjun ársins 1925, bötnuðu ekki þegar leið á árið, og má það því yfirleitt telj- ast mjög slæmt bæði fyrir framleiðend- ur, út- og innflytjendur. Söluhorfur á ítaliu voru slrax slæmar fyrri hluta ársins sökum altot mikils innflutnings fyrsta ársfjórðunginn, og það vernsnaði enn þá meira þegar nýja framleiðslan kom við það að líran fór stöðugt fallandi jafnframt því sem gengi Norðurlanda hækkaði ört. Næst kemur löng og greinileg skýrsla um harðfisksinnflutninginn á árinu, en þar sem ekkert af honum er flutt héð- an er þvi slept. Verkaður saltfiskur. Beri maður sam- an innflutning á honum til Genova og á undanfarandi árurn, sézt að hann hefir minkað töluvert. Árið 1925 eru iluttar inn 14000 smálestir, 15000 árið 1924 og 16500 árið 1923. Rrátt fyrir það, að af frönskum fiski hafa verið innfluttar 800 smálestir og af fiski frá Labrador 100 smálestir meira en árið 1924. Rrátt fyrir það, þó ísland sé enn þá stærsti inn- flytjandinn til Ítalíu, hefir þó innflutn- ingur þaðan minkað um 1300 smál. á árinu og þelta verður enn þá augljósara þegar athugaður er innflutningur á nýju framleiðslnnni trá */i—81/h bæði árin. Innflutt til Genova 1925, 3882 smál. 1924, 6107 smál. Innflutt til Neapel 1925, 1953 smál. 1924, 3541 smál. Af frönskum fiski (Lavé) var flutt til Genova síðari hluta ársins 4180 smál. Þrátt fyrir það, þó að reiknað sé með að mest af þeim fiski 939 smál. sem flutt er til Ítalíu frá Englandi, Hollandi og Danmörku sé frá Islandi, þá er ekki hægt að loka augunum fyrir því að inn- flutningur á franska fiskinum hefir auk- ist á kostnað íslenzka fisksins. Hver er ástæðan fyrir þessu? Er það sökum mismunar á gæðum fisksins? Það er það ekki, því innflytjendur á íta- líu vilja íslenzka fiskinn langtum heldur því hann skarar mikið fram úr að gæðum. Rað er heldur ekki af þeirri ástæðu, að kaupendur fái hagkvæmari borgunar- skilmála, því allir stærri innflytjendúr hér selja viðskiftamönnum sínum is- lenzkan fisk með gjaldfresti eða i fastan reikning. Ástæðan liggur eingöngu i verð- mismuninum, þvi íslenzki fiskurinn hefir í ár oft verið 30% hærri í verði en sá franski, og þá er það skiljanlegt að neyt- endur kaupi hann heldur. Verðfall á liski varð mikið í febrúar sökum óhæfilega mikils innflutnings á fyrsta ársfjórð'ungnum, en hækkaði aftur smátt og smátt og komst hæst i ágúst og september. 1 endaðan sept. byrjaði innflutningurinn af franska fiskinum og hélzt út október. 1 október kom farmur af fiski frá Labrador, en þar sem sá fiskur var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.