Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 10
54 ÆGIR snúningum fyrir varðskipin, til skoð- unar á einstökum skipum. Hlutaðeigendur eru hérmeð ámintir um að sýna flaggið varðskipi svo fljótt sem unt er«. Það mætti ætla að slik auglýsing, sem þessi væri óþörf, því að sjómenn myndu telja það sjálfsagða skyldu sína að sýna þjóðerni sitt, en til er ekkert annað ráð öruggara, en að sýna flaggið, sem er tákn þjóðernisins. En sannleikurinn er sá, að sjómenn vorir vanrækja svo tilflnnanlega þessa skyldu sína, að slik augtysing sem þessi hefði átt að vera fyrir löngu komin og ítrekuð iðulega. Allar siglingaþjóðir keppast við að láta flagg sitt sjást sem víðast, þær verja ó- hemju fjármunum og kröftum og lífi sinna beztu sona til að láta fána sinn blakta á isauðnum heimskautanna, eða upp á einhverjum fjallatindum, þar sem mannsfóturinn hefir ekki áður stigið, enda er sjálfstæði flestra ríkja dýru verði keypt og ríkisfáninn, sem er tákn sjálf- stæðisins, nokkurs konar helgur dómur. Ríkin keppast við að vekja eftirtekt á sér með þvi að færa út siglingaleiðir sínar sem lengst og víðast, og i þeim tilfellum vanrækja menn ekki að sýna flaggið og tilkynna þjóðerni sitt, og þeir kannast bezt við þá tilfinningu, sem lengi hafa í útlöndum dvalið, þegar þeir alt í einu sjá þjóðflagg sitt blakta við hún á þeim stöðum þar sem þeir áttu ekki von á að sjá það, og hjá siglinga- þjóðunum vekur það metnað að halda skipunum sem hreinustum og i sem beztu standi til þess að þjóð þeirra þurfi ekkí að skammast sín fyrir þá eða þeirra skip, þegar það er borið saman við skip annara þjóða á sömu stöðvum. Það getur verið að við hefðum haft gott af að kaupa sjálfslæði vort dýrara verði en raun varð á, okkur hefði þá máske þótt rneira til þess koma, en við megum ekki gleyma því, að við erum afkomendur frægra manna, sem vöktu eftirteld á sér viða um heim og gera það ennþá, hraustra og harðfengra vik- inga, sem lögðu undir sig ríkari og fólks- fleiri lönd en þeir komu frá, og sem fundu nýjar heimsálfur og siglingaleiðir á litlum, illa útbúnum skipum, ókunnir flestum þeim hjálpartækjum, sem sjó- menn nú á tímum nota til að komast um heimshöfin. Okkar sjómönnum ber að halda uppi heiðri þessara forfeðra okkar, og eigum við þarna ótæmandi þjóðar- metnað að bakhjalli, sem okkur ber skylda til vernda og varast að láta aðra hrifsa það frá okkur. í þessu sambandi mætti minna suma íslendinga á, að það er ekki vansalaust hvernig þeir geyma flaggið, blautu er þvi oít vafið saman og kastað einhvers- staðar niður í set eða óhreinan skáp, þar sem alt fúnar og myglar og oft inn- an um gamla riðgaða lása og.annað rusl. Þannig gegma menn ekki helga dóma. Þegar svo næst á að sýna ilaggið lýtur það út eins og gömul pokadrusla, svo að varla er hægt að greina liti þess eða merki. Fleslum þykir minkun að ganga í óhreinum og rifnum fötum að ástæðu- lausu, og láta þvi þvo föt sin og bæta, en llaggið — tákn þjóðarinnar — má líla út »eins og ræfill rifinn upp úr svelli«. Sjómenn! Lítið ekki á islenzku varð- skipin eins og þau séu böðlar ykkar, á hvernig skipum sem þið svo eruð, held- ur skoðið þau, sem tákn framkvæmdar- valds ykkar eigin ríkis, og sem góðum borgurum ber ykkur að gleðjast yfir, að það vald er sterkt og öflugt, og gera alt, sem í ykkar valdi er til að létta undir með þeim í starfi þeirra, og það getið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.