Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 13
Æ G I R 57 niikið belri en vanalegt er með fisk þaðan og lika vegna þess, að hann var 10°/o ódýrari en isl. »labrador« fiskur, seldist hann því íljótlega. I nóv. og des. fluttist mikið af fiski frá Frakklandi og jafnframt var gengi þess lands stöðugt lækkandi, svo að innflytjendur sem sam- ið höfðu um kaup á fiski lyrir 335 fianka þegar hann stóð í 125% (saman- l>orið við líra) fengu fisk sem var 30— 35% ódýrari en þeir höfðu gjört ráð lyrir. Verðið féll því stöðugt á franska íiskinum, svo varla sást annar fiskur á Norðuritalíu. Þær sendingar af isl. »labra«,sem komu eftir septemberlok eða voru hér liggj- andi á þeim tíma, var mjög erlilt að selja, þrátt fyrir slöðuga verðlækkun. Nú helir verðið á ísl. »labra« verið lækkað um 4 lirur pr. kg., svo að hann er ekki nema 15°/odýrari en franski íisk- urinn, og er sala því mikið örari, svo að nú eru margir, sem áður vildu ekki líta við honum, farnir að kaupa hann eingöngu, það væri þó æskilegt ef hægt væri að lækka verðið meira niður í 300 líra,1) þvi þá væru áreiðanlega ekki niargir sem keyptu franska fiskinn. Að sumu leyti er útlitið aftur á móti ekki mjög slæmt, þvi birgðirnar eru uú mikið minni en tvö undanfarandi ár, °g verði markaðurinn nú ekki ytirfyltur aftur með fiski í umboðssölu, er útlit fyrir hirgðirnar þrjóti þegar líður á vorið. Höfundur bréfsins hendir mjög alvar- lega á það atriði, hve nauðsynlegt sé að geta orðið samkeppnisfær með verðið, ef að aðrar þjóðir eigi ekki að hrifsa u^arkaðinn aftur úr höndum okkar, sér- staklega meðan okkur ekki tekst að finna aðra nýja sölustaði fyrir okkar íisk. ~~~~------ K. B. 1) Verðið er nú, 24/3, 340 lírar. Verðlaunapeningur fyrir björgun úr sjávarháska. Fyrir nokkrum árum var ritað um hið sama efni og hér verður minst á og hefir margt borið við síðan, sem bendir á, að slíkt sæmdarmerki sé hér engu síður til en fálkaorðan. Svo má heita að ekkert ár liði hér svo, að menn lendi ekki í sjávar- háska og þyggi hjálp á einn eður annan hátt og eru hér á landi margir menn, sem svo rösklega hafa þar gengið fram, að verðlaunapening áltu þeir skilið og sumir fálkaorðuna að auki, ef iétt er litið á málið. í grein, sem riluð var um þelta efni í Ægi, var minst á Jón ha/nsögumann Slarlaugsson á Stokkseyri, sem bjargað mun hafa um 70 mönnum úr sjávarháska, Guðmundur Islei/sson á Iláeyri mun einnig eiga sinn skerf, ýmsir sjómenn aðrir og togara- skipshafnir sinn. A dugnað manna er varl minnst eins og um ekkert sé að ræða er björgun fer fram, en virðingar- merkjum útbýlt til ýmsra erlendra manna, sem þjóðin veit engin deili á. Reir hafa að líkindum unnið þjóð vorri gagn að einhverju leyti, en hver sá sjómaður, sem bjargar mönnum hefir einnig unnið til viðurkenningar, en hún er hér innifalin í því, að menn fá eftir dúk og disk nokkrar krónur í bjöigunarlaun, sem ef til vill hefir kostað málaferli og eflirtölur. Fyrr á dögum var oft sagt frá því, að sá, sem bjargaði manni frá drukknun, ætti von á hatri þess, sem hann bjargaði. Þetta kann rélt að vera, en má úlskýra svo, að sá er lífgjöf þáði hafi verið svo greindur, að hann hafi skilið hvers virði lífgjöf hans var og vitað, að skuld hans til lífgjafans var svo, að hann gat hana aldrei greitt og það féll honum þungt. Þannig mun því hatri hafa verið varið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.