Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 15
ÆGIR 59 mundi breyta ýmsu, því þólt sjómenn séu eigi sólgnir í- virðingarmerki og láta sem minst á bera veiltri hjálp, þá sýndi hann þeim þó, sem hans þættu verðir og væri hann veittur, að mannúðarverk þeirra eru 3ð einhverju metin og getur orðið öðrum hvatning. Að virða að engu góðverk eða vel unnin störf, gerir menn kærulausa og dugnað sjómanna landsins þegar þeir eru leggja lífið í sölurnar til að bjarga með- bræðrum sínum frá bráðum bana, verður þjóðin að meta svo, að þeir fái viðurkenn- ingarmerki jafnt og þeir fá krossa, sem á- litnir eru þess verðir, en eru komnir hærra npp stigann en óbreyttir sjómenn. Þegar á alt er litið væru verðlaunapen- ingar meiri búhnykkur fyiir landið en al- ment er álitið. — Sjónaukar, úr, keðjur og cigaretluhylki geta átt við á sínu sviði, en verðlaunapening má ekki vanta, því svo getur staðið á björgun, að engin viður- kenning eigi við, nema hann. 14. apríl 1926. Sveinbjörn Egilson. M ó t ornámskeið Fishiíélags íslands í jan. — íetor. A Þingeyri árið 19S6. Gamlaárskvöld eða réttara sagt nýárs- dagsmorgun, lagði ég af stað frá Kefla- vik til Reykjavíkur, hvildi mig þar nokkra klukkutíma og fór svo sama dag með s.s. Villemoes áleiðis til Dýrafjarð- ar og kom til þingeyrar 2. jan. Herra Sigurður Einarsson, formaður hiskifélagsins tók á móti mér, hafði hann undirbúið námskeiðið ágætlega, úlvegað kenslustofu í barnaskólanum og hús fyr- ir verklega námið, ennfremur stóðu ílest- allar vélar þar á staðnum námskeiðinu til boða. Verklega kenslan stóð yfir frá 9'/2—12 f. h. þar að auk unnu nemendur oft lengur af frjálsum vilja, en munnlega kenslan stóð yfir frá 4—7 e. h. Fyrsta vélin sem tekin var til meðferðar var 4 h.a. »Dan« landmótor, var hann notað- ur til þess að dæla sjó til fiskþvolta í fiskhúsum hr. Nathanaels Mosessonar kaupmanns. Vélin var öll tekin upp og hreinsuð, selt saman, lagfærð, máluð og prófuð, sömuleiðis sjódælan. Næsta vél var 6 h.a. »KeIvin« mótor, var hann í fiskibát, sem einnig var not- aður til vöru og fólksflutninga. Vélin var öll tekin upp og hreinsuð, sett saman og prófuð á landi, siðan sett í bátinn og farnar nokkrar sjóferðir. Þriðja vélin var 10 h.a. »Tuxham«; var sú vél í þilskipinu »Fortúna«. Öll vélin, að undanteknum botnrammanum, var tekin upp, hreinsuð og máluð, sett sam- an og prófuð, og ýmsar ganglruftanir lagfærðar. Fjórða vélin var 38 h.a. »Gideon« mót- or. Var það all umfangsmikið verk, því að vélin hafði áður ekki gengið sem best. Öll vélin að undanteknum botnramman- um, sveifarásnum og bulluhylkjunum, var tekin upp og hreinsuð, koparhlutir o. fl. fágað, brotnir skrúfnaglar boraðir úr og settir nýir, dælur allar athugaðar og það lagfært sem þurfti og mótorinn málaður og síðan prófaður. í þetta skifti voru nemendur aðeins 9 og þegar tillit er tekið til þess, hve marg- ar vélar námskeiðið hafði undir hönd- um, þá er óhætt að segja að nemendur hafa afkastað miklu verki. Mikill stuðningur var það fyrir nám- skeiðið þar sem vélsmiðja Guðm. J. Sig- urðssonar & Co. var á staðnum. Höfðu þeir bæði efni og ýmsa varahluti til vél- anna og það sem smíða þurfti gerðu þeir bæði fljótt og vel, ennfremur lán-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.