Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 6
50 ÆGIR 1820. í »Gesti Vestfirðing« 1. ár, er sagt ítarlega frá þilskipaeign og afla á þilskip Vestfirðinga og skal ég hér geta aðal at- riðanna. Sanikvæmt frásögn Ármanns á Alþingi 1831 voru þilskip í Vestfirðinga- fjórðungi als 13, og voru þau öll eign kaupmanna. 1847 er þilskipaeignin 36 skip, 23 eign kaupamnna, en 13 bænda- eign. Af skipum þessum voru smíðuð hér á landi 17 skip: 1 á Búðum, 3 i ólafsvík, í Stykkishólmi og Hrappsey 6, í Flatey 3, í Önundarfirðí 2 og i Stranda- sýslu 2. Á árunum 1832—1846 fórust í Vestfirðingafjórðungi alls 11 þilskip með allri áhöfn, 4 slitnuðu upp og brotnuðu. Aflabrögð skipanna eru talin mest frá Búðum og Stykkishólmi, þar næst frá Isafirði og Bíldudal, en minst frá Flatey og úr Strandasýslu. Árið 1842 átti H. A. Clausen kaupstjóri 7 fiskiskútur sem gengu til hákarlaveiða og öfluðu þær um 114 tn. lifrar að meðal- tali. Þiljubátur er sami maður átti aflaði það sumar 8 þús. af þorski og Svanur- inn, eign sama, er fór landa á milli, 18 þús. af þorski. Af 56 þilskipum er alls gengu frá Flatey 1834—1846 var meðaltal allra áranna 77 tn. af skipi; hæstur var meðalaflinn 1837 127 tn.; lægstur 1843 51 tn. Gert var ráð fyrir að útgerðin svaraði kostnaði, ef 70 tn. lifrar fengjust af skipi; verð á lýsi mun jafnaðarlegast hafa verið 16—18 dalir tn., stundum meira. Flest af skipunum fiskuðu meira og minna af þorski, en því er breytt þann- ig að alt er miðað við lifrarafla og 100 þorskar lagðir móti lifrartunnu. eins og þá var alment. — Geysí mikið var fyrst hirt af hákarlsbúkum og var að því engin smáræðis hlutabót; þannig voru af 4 skipum frá Flatey 1834 hirtir 187 skrokkar. Meðal alli þilskipa frá Bíldudal og í ísafjarðarsýslu árin 1845 og 1846 var sem hér segir: a. af 8 skipuma 1845 (eign kaupmanna) 64 tn. lifur. b. af 6 skipum 1845 (eign bænda) 103 tn. lifur. a. af 7 skipum 1846 (eign kaupm.) 80 tn. lifur. b. af 7 skipum 1846 (eign bænda) 61 tn. lifur. Veiðin var ærið misjöfn sem nú, hæzta skipið aflaði fyrra árið 122 tn., en lægsta skipið 42 tn Siðara árið fékk hæzta skip- ið 127 tn., en lagsta 16 tn. Því miður vantar i skýrslur þessar eins og skýrslurnar frá ísafirði, útgerðar- tíma hvers skips, sem nauðsynlegt er að hafa ef gera ætti samanburð. Um 1850 er þilskipaeign orðin svo útbreidd, að flestir kaupmenn og margir mestu dugnaðarbændurnir héldu úli þilskipum stöðuglega, einkum til hákarla- veiða. Hélst sú þilskipaeign bænda að meiru eða minna leyti fram yfir siðustu aldamót. Héldust og hákarlaveiðar sama tíma, en þó sem svipur hjá sjón, við það sem áður var. Voru síðustu árin stunduð af 2 og 3 skipum en voru milli 20 og 30 er flest var. Eftir 1890 héldu stórbændur hér við Djúp og nokkrir fyrir vestan, einkum í Önundar- firði og Dýrafirði, úti þilskipum til þorsk- veiða og gáfu þau yfirleitt góðan arð eins .og hákarlaveiðarnar áður. Stund- uðu ílest hákarlaskipin líka þorskveiðar, einkum að sumrinu, þvi þá þótti minst um hákarl. Til fróðleiks set ég hér skýrslu um aflabrögð, skipaeigendur og formenn á þilskipum 1850 og 1851:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.