Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1926, Blaðsíða 11
Æ G 1R 55 þið gert bara með því að sýna ykkar þjóðernismerki, og ætti það að vera ykk- nr Ijúft í tvöföldum skilningi. í fyrsta lagi, sem góðir ríkisborgarar, gleðjist þið yfir auknu valdi ykkar unga rikis, þar sem draumar okkar bjartsýn- ustu manna hafa meira en rætst á fá- um árum. í öðru lagi (ef skip ykkar er statt í landhelgi) þá sýnið þið ykkar rétt til að vera þar og njóta þess réttar, sem is- lenzka þjóðin hefir veilt ykkur fram yfir þegna annara ríkja, þið eruð þarna eins og réltbornir aðiljar á þjóðaróðalinu. Dýrmætasta eign íslenzku þjóðarinnar er landhelgin, og þennan fjársjóð eru varðskipin sett til að vernda fyrir ágengni annara þjóða, og þeim veiðarfærum, sem að alþjóðaáliti eru talin hættuleg fyrir viðhaldi og uppvexti nytjafiskanna. Land- helgina er sameiginleg eign allra lands- raanna, sem þeir mega allir nota óáreittir i sameiningu, samkvæmt þeim lög- um og reglum sem gilda á hverjum tíma. Hún er sá arfur sem forfeður vorir hafa verndað fyrir okkur og gefið okkur, og sem við eigum að vernda og afhenda næstu kynslóðum og i mörgum tilfellum má telja landhelgina þá uppspretlu, sem viðheldur okkar auðugu fiskimiðum, en án þeirra og framleiðslu sjávarafurðanna, værum við ekki þess megnugir að bera þann koslnað sem því fylgir að vera sjálfstæð þjóð. Landhelgin er sjómönnum okkar svo niikils virði, að þeir ætlu ekki að líða útlendum skipum að fiska kríngum sig innan landhelginnar, en það hefi eg oft séð við sildveiðar við Norðurland á sumr- in, þó að það séu vanalega hin svokölluðu »leppuðu« skip, sem það gera, en það er varla hægt að gera þær kröfur til manna þeirra, sem á þeim eru, að þeir virði mikils þann rétt er landhelgin veitir. það, sem sagt hefir verið hér á und- an um framkomu Islendinga gagnvart íslenzku varðskipunum, á ekki siður við gagnvart þeim dönsku, því þó að margir Islendingar séu óánægðir með gæzlu þeirrn, og þyki þeir stundum leysa starf sitt illa af hendi, og að þau séu hér meira til að sýnast en vera, og eyði miklu af tíma þeim sem þau eru hér á höfnum inni, þá liefir þelta jafnan verið mjög mis- jafnt og sumir foringjar dönsku skip- anna, hafa sýnt mikinn dugnað og á- huga í störfum sínum, og unnið óskifta virðingu og þökk landsmanna í staðinn. En dönsku skipunum er borgað riflega starf þeirra hér með jafnrétti danskra þegna í íslenzkri landhelgi, svo við höf- um fullan rétt til að líta þannig á að vér borgum þeim fyrir þeirra starf, en þ)'ggjum ekki neina ölmusu, þar sem út- gerðarkostnaður þeirra er, sem við þurf- um að skammast okkar fyrir. Gagnvart þeim höfum við auk þess alveg sérstak- ar ástæður til að sýna ílaggið. I fyrsta lagi með því að vekja athygli útlendrar þjóðar á okkur sem sjálfstæðri þjóð, og í öðru lagi sýnum við þakklæti vort og virðingu fyrir þeirri þjóð, sem gaf okkur aftur, svo fyrirhafnarlítið, það sjálfstæði sem þeir álitu, að við hefðum áður afsalað okkur. Starf gæzluskipanna hér við land er miklu erfiðara en víðast hvar annars- staðar, sökum þess hvað strandlengjan er löng og skipin fá, en skipafjöldinn, sem fiskar hér kring um landið mikill og af margskonar þjóðum; það er því ekki að búast við að foringjar varðskipanna geti þekt hvort einstakt skip, nema að fara alveg til þess, en slík elting er snúningasöm. þelta starf gætu okkar fiskimenn létt þeim mikið, ef þeir vanræktu ekki hina lagalegu og siðferðislegu skjddu sina að sýna ílaggið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.