Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 9
ÆGIR 101 Hjer hfefur nú aðeins stuttlega verið Htið yfir áfangana í stjórmnálaferli Jóns Magnússönar. Um starf hans að einstök- um löggjafarmálum er ekki hægt að ræða að gagni i stuttri blaðagrein. Hann hefur átt sæti í mörgum nefndum Aljiingis og mörgum milliþinganefndum, sem lagt hafa grundvöll nýrra Iaga eða lagabreyt- inga á ýmsum sviðum, og hann hefir átt mikinn jiátt í flestum eða öllum þeim málum, er á síðustu áratugum hafa kom- ið l'ram og skyld eru sjálfstæðismálinu, svo sem stofnun lagaskólans og síðar há- skólans, heimflutningi hæstaréttar o. s. frv. Eftir að hann tók við stjórnarfor- menskunni hlaut áhrifa hans að gæta meira eða minna á öllum sviðum þjóð- lífsins. Hann A'ar kirkju- og kenslumála- ráðherra jafnframt því sem hann var for- sætisráðherra. Á kirkjumálasviðinu veit Lögr. ekki til þess, að hann fylgdi fram nokkrum nýmælum. En á kenslumálasvið- inu átti hann mikinn þátt í öllum þeim nýmælum, sem þar koma fram eftir að hann tók að hafa afskifti af almennuin málum, setningu fræðslulaganna, háskóla- stofnuninni o. s. frv. A atvinnumálasvið- inu var hann í hópi þeirra manna, sem lengst gengu í hreytingaáhuga, var með járnbrautarlagning, fossavirkjun, áveitum í stórum stil o. s. frv. Yfirleitt var hann frjálslyndur framfaramaður, jafnvel að suinu leyti ekki fjarlægur ýmsu í skoðun- um jafnaðarmanna, en þótti mjög kenna hjá þeim öfga á síðari árum. Menn verða uð gæta þess, að eftir að hann tók við völdum hafði ófriðarástandið umturnað úllu, svo að meginhugsun þeirra manna, sein um stjórnartaumana héldu, hlaut að snúast að því, að gæta þess, að þjóðfélagið kollsigldi sig ekki i því umróti. Og þessi tími er ekki um garð genginn enn, er Jón Magnússon fellur frá. Öll framkoma hans a stjórnarárum hans verður að dæmast með fullu tilliti til hins óvenjulega á- stands, sem þá var ríkjandi. Fundið var að ýmsum stjórnarathöfn- um Jóns Magnussonar og sumar þeirra voru hart dæmdar. Stundum var það gerl ærið óvingjarnlega og ofl ómaklega. En allir, sem með völd fara, verða að venja sig við, að láta slíkt ekki á sig fá um of. Það gerði Jón ekki heldur. Hann tók öllu slíku með inestu stillingu, vildi jafnvel ekki að ansað væri árásum á sig, ef hon- um fanst það eiga að liggja í augum uppi, að þar væri farið með fjarstæður. „Jeg minnist á það á þingi“, sagði hann stund- um, ef hann var spurður, hvort honum fyndist ekki rétt að einu eða öðru af slíku tægi væri andmælt, eða ummælin leiðrétt. Og svo lét hann þau flakka afskiftalaus. „Þeir eru altaf að tuggast á því, að ég sé enginn skörungur“, sagði hann einu sinni við ritstjóra þessa blaðs, er hann kom inn til hans, og lagði um leið hrosandi frá sér blað, sem hann var að lesa. „En hvenær hef ég sagst vera skörungur, og hvað ætla þeir með skörung að gera?“ hætti hann við. — Þessa tals um vöntun á skörungs- skap hjá Jóni Magnússyni verður enn vart í eftirmælagreinum um hann í hlöðunum. En hver hefir verið atkvæðamesti maður- inn hér á landi á siðustu árum? Hver hef- ir ráðið mestu, — hver verið ráðríkastur? Er það ekki einmitt þessi maður, sem mest er brugðið um vöntun á skörung- skap? Hann hefir nú endað æfiskeið sitt svo, að hann hefir skotið öllum skörung- um landsins aftur fyrir sig. Hann hefir ekki gert það með oflætisfullri framkomu, ekki með ofbeldi, ekki með því, að fá hlaðið á sig lofi, heldur ineð yfirburða vitsmunum samfara fágætri samvitsku- semi í öllum störfum og sanngirni á allar hliðar. Sannleikurinn er sá, að Jón Magn- ússon var inaður fastur fyrir, kappsfullur, ef því var að skifta, og kjarkmaður miklu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.