Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 17
ÆGI R 109 þeirra voru Ólafur Ólafsson og Sigríður Traustadóttir, búandi í Breiðavík. Syst- kini þeirra eru: Trausti efnafræðingur Ól- afur Finnbogi vélstjóri og Ólöf verzlunar- inær í Reykjavík. Ólafur faðir þeirra and- aðist 11. febr. 1898. Eftir það varð móðirin ein að ala önn fyrir börnunum og fórst það snildarlega. Að eins 16 ára gamall fór Guð- mundur, sem var elstur barnanna, að taka þátt í bústjórninni með móður sinni, og farnaðist vel. Þá er hann var 18 ára að aldri, fór hann í búnaðarskólann á Hvann- evri; nain hann þar búfræði í tvo vetur og hlaut þaðan hinn bezta vitnisburð. Eftir að hann hafði lokið búfræðisnámi, var tek- ið til óspiltra málanna heima í Breiðavík um húsabætur og jarðrækt, og búnaður rek- inn með atorku bæði til lands og sjávar. Hafði Haraldur einkum forustuna við afla- brögðin. Bjuggu þau mæðgin öll saman nokkur ár við rausn og risnu. Meðal annars reistu þau í Breiðavík stórt og reisulegt í- búðarhús, tvílyft, með steinsteypuveggjum, undir járnþaki; tún og engi var girt og grætt út að stórum mun. Vorið 1920 tóku þeir báðir við búinu af móður sinni. Guð- mundur kvæntist 18. okt. 1921 Maríu Torfa- dóttur frá Kollsvik; áttu þau saman tvo svni, sem báðir eru á lífi. Haraldur var snemma þroskamikill. Átta ára var hann að aldri, er hann reri fyrstu vertiðina með fóstbróður sínum, Jóni Guðjónssvni, formanni í Breiðavík. Á át- jánda árinu var hann, er hann byrjaði for- menskuna sjálfur. Honum var fleygt niður á smíðar, sem fleira, og smiðaði hann meðal annars róðrarbáta. Árið 1915 setti hann vjel í róðrarbát sinn, 4ra mannafar; mun það hafa verið fyrsta tilraun i því hjeraði með smávjel í opnum báti. Nú munu vjelknúðu fiskibátarnir þar í grendinni vera orðnir ná- lægt 40 að tölu. Haraldur var formaður í Breiðavíkurveri i 10 ár. Hann tók próf i siglingafræði, gerðist síðan formaður fyrir Ólaf konsúl Jóhannesson, kaupmann á Vatneyri, og stundaði þaðan sjó 5 sumur. Stýrðu þeir sínuin vjelbátnum hvor fyrir Ólaf kaupmann, Haraldur og Jón Guðjóns- son, fóstbróðir hans úr Breiðavík. Kepptu þeir hvor við annan um aflabrögðin, og mátti vart á milli sjá, og aflasælastir voru þeir formanna þar um slóðir. Síðastliðið haust flutti Haraldur alfarin til Vestmanna- eyja og kvæntist þar 31. okt. Sigurlaugu Einarsdóttur ættaðri undan Eyjafjöllum. í desembermánuði síðastliðnum tók Guð- mundur sig að heiman úr Breiðavík fyrir- varalítið til að vera í Vestmannaeyjum yfir vetrarvertíðina. Móðir þeirra bræðra var í fylgd með honum til að leita sjer lækninga við augnameini, er hún hafði hlotið af slysi. Hún varð eftir í Reykjavik, en Guðmundur hjelt áfram til Vestmannaeyja. Þannig at- vikaðist það, að Guðmundur varð með Har- aldi hróður sínum, — er þá hafði nýlega tekið að sjer formensku á vjelbátnum Goða- fossi — í síðustu sjóferðinni. Móðir þeirra var enn ógróin sára sinna eftir læknaskurð, er harmafregninni laust yfir. Báðir voru þeir bræður afreksmenn til allra verka, hraustmenni að burðum og gervilegir á vöxt, en þó Haraldur framar. Hann var með hæstu mönnum (3 álnir á hæð) og þrekinn að því skapi. Hjeraðs- læknirinn á Patreksfirði var eitt sinn mcð þeim bræðrum á báti þeirra heimleiðis úr kaupstaðaferð. Var þá að ganga í sjóinn, og kominn allmikill hratti í Breiðavík. Bátur- inn var hlaðinn, og urðu þeir að lenda við útíla. Dáðist læknirinn mjög hraustlegar aðfarir þeirra og handtök, er þeir báru af skipi í brimsúgnum og ösluðu alhlifaðir gegnum brimið upp í fjöruna með sína tvo hveitisekkina (252 pd.) livor í hverri l'erð. Haraldur var einn þeirra manna, sem alla laða að sjer með glaðlyndi, gamansemi og fyndni. Guðmundur var dulari í skapi og fálátari að jafnaði. En báðir voru þeir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.