Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 28

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 28
120 ÆGIR suinir koma frá þeini, sem vart hafa á þil- l'ar stiyið. Eitt virðist þó athugavert, og er það staður sá, sem snattbát skipsins er kom- ið fyrir. Starfsviði þess er þannig farið, að það þarf nálega hvernig sem veður er, á ýmsum tímum að fara með fullri ferð gegn sjó og vindi, er það eltir löghrjóta þá, er á vegi verða, og þá má húast við mikluni sjó á þilfari, sem auðveldlega gæti losað hátinn, og hann brotnað. Vel getur „óðinn" verið slikt sjóskiþ, að aldrei saki þetta fyrirkomulag, en haföldur kringum Islandsstrendur eru miklar og stórar og „Óðinn“ á eftir að herjast við þær, þess vegna er þesi athugasemd gerð. „Óðinn“ k om að hafnarbakkanum hér i fvrsta sinni 23. júni kl. 10% að kveldi, Honuin var fagnað og ræður haldnar. A sömu stundu hné dauður niður á æsku- stöðvum siniim á Norðfirði, forsætisráð- herra Jón Magnússon, sá góði maður, sein har hjörgunarmálin fyrir hrjósti og vildi sjómönnum jiessa lands hið hezta. Strand- varnarskipið „Óðinn“, sem er hér nú, er til kominn í byrjun fyrir forgöngu Sig- urðar Sigurðssonar lyfsala, siðan fyrir framtakssemi Vestniannéyinga að leggja lil l'é, kaupa og halda ,;Þór“ liti, sem var hið fvrsta strandvarnarskip. Því næst yfir- niönnum „Þórs“, sem þráfaldlega hafa sýnt, að þeim var trúandi fyrir verki þvi, er þeir i byrjun áttu að inna af hendi, hjörgun og gæzlu veiðarfæra Eyjabúa. Síðan komu strandvarnirnar, sem þeir einnig sýndu, að þeir gátu gætt á litilli flevtu, engu síður en þeir, sem á stærri skipum voru. Framkvæmdir á sjó hafði liinn vinsæli og ötuli varðskipsforingi Jóhann Jónsson, sem var svo heppinn að fá þá Friðrik V. Ólafsson og Einar Ein- arsson fyrir stýrimenn. Varðskipsforingi á „Þór“ er nú Frið- rik V. Ólafsson, scm við honum tók 1. sumardag s. 1., en Einar Einarsson er fyrsti stýrimaður á „Óðni“. Alt þetta studdi Jón Magnússon til hinztu stundar — og hvað sem 'hver segir, er ekki annað að sjá, en að forsjónin, sein stundum tekur í taumana, hafi hagað því svo, að honum hafi með þessum atvikum, að hann deyr á þeim sömu mínútum sem „Óðinn“ lendir, verið reist hið veglegasta minnismerki, sem nokkrum íslenzkum manni hefir verið reist, og minnismerkið er Strandvarnarskipið „Óðinn“ og velkominn veri hann. Skipherra á „Óðni“ er, eins og kunnugt er, Jóhann P. Jónsson, sem var með „Þór“. — I. stýrimaður er Einar Einarsson. II. Magnús Björnsson frá Laufási, III. Þór- arinn Björnsson. I. vélstjóri er Þorsteinn Loftsson, II. Aðalsteinn Björnsson og III. Magnús Jónsson. Bryti er Elias Dagfinnsson. Kyndar- ar eru fjórir. Hásetarúm er fyrir 10 nicnn, en ekki er víst að svo margir verði þeir, að minsta kosti fyrst í stað. Skipið er hið vistlegasta undir þiljum, klefar vel útbúnir og rúmgóðir. Borðsalur háseta og kyndara er að framanverðu, á þilfari, en yfirmanna skipsins að aftan- verðu, undir þiljuni, og er mjög vel útbúinn, sama er að segja um klel'a yfirmanna. Þeir eru prýðilega húnir. Tveir haðklel'ar eru i skipinu, ann- ar fyrir skipherra, innar af klefa hans, en hinn fyrir skipshöln alla. Tveir farþegaklefar eru á „Óðni“, hvor fyrir tvo farþega, og eru þeir klefar ágæt- lega búnir að öllu leyti. Ritsljóri: Sveiubjöru Egilson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.