Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 14
I 106 ÆGIR menn, er annaðhvort áttu heima í Patreks- fjarðarhjeraði (Rauðasandshreppi, Patreks- hreppi og Tálknafjarðarhreppi) eða voru ættaðir þaðan. Skipstjórinn á Fieldmarschal Robertson, Einar Magnússon, var borinn og barnfædd- ur í Rauðasandshreppi. Til þessa ágætis- manns, sem reyndur var hvarvetna að dug og drengskap, hópuðust sveitungar hans, svo margir sem skiprúm gátu fengið á síð- ustu vertiðinni. Svndist þar fara að óskum, að „fríður foringi stýri fræknu liði“. Ægir hefur áðúr allrækilega minnst Einars skip- stjóra og talið upp með nöfnum íslensku skipverjana, er með honum fórust. En með því að jeg kann nokkur deili á þeim mönn- unum, er ættaðir voru úr Patreksfjarðar- héraði, vildi jeg minnast þeirra með fám orðum. Kristján Karvel Friðriksson var fæddur og uppalinn í Tálknafirði, en fluttist full- tíða til Patreksfjarðar og kvæntist þar Guð- björgu Kristjánsdóttur frá Barmi, systur Gísla Kristjánssonar, tengdaföður Einars skipstjóra Magnússonar. Þau fluttust að vestan til'Reykjavikur fyrir mörgum árum og áttu siðast heima á Litla-Seli. Býr ekkja hans þar með börnum þeirra, öllum upp- komnum og mannvænlegum. Kjarvel var dugnaðarmaður, eljusainur og siðprúður, allvel hagorður, en fór dult með. Halldór Hallgrímur Guðjónsson var á þrí- tugs aldri, ættaður úr Múlasveit fluttist með foreldrum sínum ,sem eru enn á lifi, vest- ur í Rauðasandshrepp og ólst þar upp. Hann tók próf í siglingafræði á Patreksfirði og þótti góður sjóliði. Hlaut hann hvarvetna hinn hezta orðstír, með því að ungur og fullorðinn var hann stillilegur í framgöngu, viðmótshýr og góðlátlegur. Hann var ný- lega fluttur til Reykjavikur og nýkvæntur Sigríði Magnúsdóttur frá Hnjóti í Örlvgs- höfn. Hinir skipverjarnir, er hjer verða taldir, voru allir ókvæntir. Gunnlaugur Magnússon, bróðir Einars skipstjóra, hafði nokkur ár yfir þritugt. Hann var að ætt og uppruna úr Rauða- sandshreppi. Nokkur ár var hann búsettur á Patreksfirði með systkinum sínum og móður. Voru þau öll einkar samhent í því að ala önn fyrir móður sinni, er þjáð var af ólæknandi meini. Eftir lát móður sinnar fluttist hann til Reykjavíkur til bróður sins. Skildust þeir eigi upp frá þvi. Gunn- laugur var greindur maður og bókhneigð- ur. Valdimar Kristjánson hafði fá ár yfir þrítugt, er liann Ijezt. Hann var fæddur í Botni við Patreksfjörð og við Patreksfjörð ólst hann upp. Að heiman fór hann full- vaxta, er móðir hans, sem þá var orðin ekkja fyrir nokkrum árum, brá búi. Gaf hann sig upp frá því mest við sjómensku á þilskipum og togurum. Hann nam sjó- mannafræði í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1921 með mjög hárri einkunn. í siglingum hafði hann verið til ýmissa landa. Eitt sumarið var hann við fiskiveiðar við strendur Ameriku á tog- ara, er íslendingar gjörðu út þangað. Ann- að sumar, 1922, var hann stýrimaður á skipi, er gjört var út hjeðan til fiskiveiða (reknetaveiða) i Norðursjónum. En hvar sem hann fór, luku allir kunnugir sama lofsorði á ötulleik hans, áræði og snarræði i hverri raun. Hann var viðurkendur lista- sjómaður. Til þess hafði hann kunnáttu, lag og vit. Valdemar heitinn var drengur góð- ur og trygglyndur. Hann reyndist móður sinni (Bergljótu Sigurðardóttur frá Botni), ágætur sonur. Fyrir fáum árum tók hann sjer bólfestu í Reykjavik og bjó þar með móður sinni og systur. Hann var ókvæntur og barnlaus ,en til fósturs hafði hann tekið bróðurbarn sitt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.