Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 18
110 ÆGIR jafnt greiðviknir og hjálpfúsir og tryggir vinir vina sinna, og voru því alment vin- sælir og vel metnir í hjeraði sínu. Þeir voru vormenn í hug og vormenn í framkvæmdum. Hjá þeim fór saman orka vit og vilji til nytsamlegra starfa. Við missi slíkra manna fljúga í hugann orð Grims Thomsens, er hann kveður um líkan at- hurð, þá er Rán lireif til sín í djúpið einn þann ágætasta vormann, sem ísland hefir alið: „Hún (Rán) af enda’ ei valdi verra. —■ Vandi’ er að skilja lífsins herra.“ Gamalt hreystisvar er: „Maður kemur í manns stað“. En oss, sem þektum þessa á- gætis drengi, mun æ þykja skarðið eftir þá „ófult ok opit standa“. Vestarr. Stutt skýrsla til Fiskifélags íslands frá erindreka í björgunarmálum. Samkvæmt ákvörðun Fiskfélagsstjórn- arinnar fór ég með e./s. ,,Lyra“ þann 20. maí s. I. áleiðis til Noregs, til þess að kynnast fyrirkomulagi björgunarmálanna í nágranna löndunum. Ég hefi nú ferðast um í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og reynt eftir föngum að kynnast fyrirkomu- lagi starfseminnar í jjessum löndum, með j:>að fyrir augum, að sú kynning gæti leitt til gagnsemi fyrir væntanlega björgunar- starfsemi hcr á landi. En þar sem mjög lít- ið hefur verið ritað um þetta mál hér á landi, tel ég rétt, að gefa fyrst stutt yfirlit yfir hjörgunarmálastarfsemina erlendis eins og henni er lýst í orðsendingu til þjóðbandalagsins frá enska hjörgunarfé- laginu: „The Royal National Life-Boat Institution“, London 1924, og svo hljóðar í íslenskri þýðingu: Skýrsla. Stofn. I.andaheiti Stóra Brctland og írland Holland Belgía Bandariki X. A. Danniörk Noregur Sviþjóð Frakklandi Þýskaland Spánn Japan Portúgal Lettland Starfsemin er rckin af Einu Góðgcrðafélagi.......... Tveim Góðgerðafélögum .. . . Ríkisstjórninni.............. Ríkisst jórninni............. (f Bandaríkjunum er einnig Góðgerðafélag, styrkt af rikis- fé, er heitir: „Humane Society of the Commonwealth of Massachusetts“, stofnað 1785). Rikisstjórninni.............. Arið 1854 kom stjórnin á fót björgunarstöðvum og eru 10 þeirra ennþá til, en þser eru reknar af góðgerðafélagi. Rikisstjórninni og góðgerðafél. Góðgerðafélagi, sem nýtur styrks frá ríkinu, sýslusjóð- unum o. s. frv. í Bretagne er auk þess sjáifstætt góðgerða- félag, sem var stofnað 1873 og heitir: „Société Imetonne de secours aux naufragés“. Góðgerðafélagi............... Góðgerðafélagi með ríkisstyrk Sömuleiðis................... Góðgerðafélagi með rikisstyrk Sömuieiðis................... úrið 1824 1824 1832 1848 1852 1891 1855 1865 1880 1889 1892 1923 Starfsemi björgunarbátanna sem sumpart er rekin með tillögum og gjöfum, sumpart með styrk frá ríkinu og ákveðnum sköttum, sem lagðir eru á skip. Lettneska félagið var stofnað til þess að taka við 4 björgunarstöðvum, sem að meira og minna leyti voru vanræktar, en voru þær einu, sem eftir voru af 19, sem „Hið keis- aralega rússneska björgunarfélag" hafði koniið á fót meðfram Lettnesku strand- lengjunni sem er 200 mílna löng. Lettneska björgunarfélagið var stofnað 1872 og var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.